A A A
  • 1943 - Kristjįn Gunnarsson
27.08.2016 - 08:37 | Hallgrķmur Sveinsson,Vestfirska forlagiš

Einn góšur śr Dżrafirši: - Ullin og įburšurinn

Žórarinn Sighvatsson.
Žórarinn Sighvatsson.

     Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða í Dýrafirði, var um árabil umboðsmaður Ullarverksmiðjunnar Álafoss og sinnti því starfi af mikilli eljusemi og trúmennsku að mati beggja aðila, bæði kaupenda og seljenda.

     Á þeim árum var allur ullariðnaður í kalda koli hér á landi. Var haft eftir Þórarni umboðsmanni að það borgaði sig enganveginn að hirða ullina. Það væri ekkert við hana að gera annað en brenna hana.

     Þegar honum var bent á, að haft væri eftir Ómari bónda Sigurðssyni á Ketilseyri, að ullin borgaði áburðarkaupin á þeim bæ, stóð ekki á svari:

     "Það er nú lítið að marka það, hann kaupir aldrei mikinn áburð."

                                   (Sögn Ólafs V. Þórðarsonar. Úr sagnabanka Vestfirska forlagsins)

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31