A A A
03.09.2017 - 08:56 | Vestfirska forlagið,Komedia,Hallgrímur Sveinsson,Elfar Logi Hannesson,Björn Ingi Bjarnason

Einleikjasaga Íslands komin út

Höfundur Einleikjasögu Íslands er engin annar en einleikarinn Elfar Logi Hannesson.
Höfundur Einleikjasögu Íslands er engin annar en einleikarinn Elfar Logi Hannesson.
« 1 af 2 »

Frábær föstudagur og við vorum að fá í hús einstaka bók Einleikjasögu Íslands. Alveg nokkra kassa og nú erum við á fullu að pakka bókin og senda til kaupaenda um land allt. Einnig í allar verslanir Eymundsson sem munu að vanda sjá um sölu á okkar bókverki. Einleikjasaga Íslands er fimmta bókin sem við gefum út og við erum vel spennt fyrir að gefa út meira. 

Höfundur Einleikjasögu Íslands er engin annar en einleikarinn Elfar Logi Hannesson. Vel má segja að ritari sé á heimavelli, því síðustu tvo áratugi hefur hann fátt annað gert en að leika einn, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Ýmsir telja það vera vegna þess að hann sé bara svona lélegur leikari. Elfar Logi rekur einleikjasögu þjóðarinnar allt frá landnámi til farandleikara og loks inní sjálft leikhúsið sem hefur verið heimavöllur einleiksins síðustu hundrað árin eða svo. 

Einleikjasaga Íslands er sannlega einstök bók sem á enga sína líka. Bókin er prýdd fjölda einstakra mynda af einleikurum þjóðarinnar auk þess er þar að finna skrá yfir alla einleiki er settir hafa verið á senu í hinu íslenska atvinnuleikhúsi. Það er heldur ekki heldur á hverjum degi sem íslenskar leikhúsbókmenntir komast á prent.

Þessi útgáfa var einsog svo margt annað í listinni heljarinnar langhlaup. Við ákáðum að fara þá leið að fjármagna bókverkið á Karolina fund. Víst er það apparat gott fyrir okkur einyrkjana í listinni því fátt er betra en að ná núllinu. Kómedíuleikhúsið þakkar öllum sínum fjárfestum fyrir að hafa trú á verkefninu og eitt er víst án ykkar hefið ekki verið neitt ævintýr. Og það sem meira er engin Einleikjasaga Íslands. 

Einleikjasaga Íslands fæst á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is. Einnig í verslunum Eymundsson um land allt. 

Megi einleikurinn vera með ykkur. 

Einleikjasaga Íslands er prentuð í Leturprent. 


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30