A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
09.09.2017 - 08:18 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

Einleikjahátíðin á Suðureyri haldin í fjórtánda sinn

Einn þeirra sem sótti Act alone og horfði á einleikinn um Kristínu Dahlstedt var Reynir Ingibjartsson, sonur Ingibjarts og sonarsonur Kristínar.
Einn þeirra sem sótti Act alone og horfði á einleikinn um Kristínu Dahlstedt var Reynir Ingibjartsson, sonur Ingibjarts og sonarsonur Kristínar.
« 1 af 2 »

Act alone á Suðureyri var haldin í síðasta mánuði og boðið var upp á um 20 viðburði á þriggja daga hátíð.

Hátíðin fór að mestu fram í félagsheimili Súgfirðinga sem rúmar um 160–170 manns með góðu móti. Fullt var út úr dyrum á alla einleikina og talið að gestir hafi verið nærri 3000. Eitt einkenni hátíðarinnar er að frítt er inn á alla dagskráliði og ýmis fyrirtæki styrkja hátíðina og bera þannig kostnaðinn af hátíðinni.

Það er Kómedíuleikhúsið sem stendur fyrir hátíðinni. Í raun er það leikarinn Elfar Logi Hannesson sem er drifkrafturinn og hefur hann fengið fjölmarga til liðs við hátíðina sem leggja sitt af mörkum.

Leikkonan Hera Fjord flutti einþáttung um langalangaömmu sína Kristínu Dahlsted sem átti um margt ævintýralegt lífshlaup. Kristín var Dýrfirðingur, frá Dröngum, fædd 1876. Átti ástarævintýri með skáldinu á Þröm, Magnúsi Hjaltasyni. Fór ung til Danmerkur þar sem hún lærði margt um hótel- og veitingarekstur. Heimkomin stofnaði hún eigin veitingastað að Laugavegi 68 sem varð fljótt vinsæll. Hún gaf staðnum nafnið Fjallkonan eftir að hún dreymdi hana.

Unnusta sinn missti hún úti í Kaupmannahöfn skömmu fyrir giftingu. Seinna giftist hún Axeli Dahlstedt. Kristín lést 1968 þá 92 ára.

Ævisaga hennar sem Hafliði Jónsson frá Patreksfirði skráði kom út 1961. Vestfirska forlagið á Þingeyri gaf bókina út að nýju fyrir nokkrum árum (2012). 

Kristín eignaðist þrjú börn, Ingibjart, Ingibjörgu og Jón.

Hera segir í leikskrá: „fyrirmyndir eins og Kristín eru okkur mikilvægar, þær eknna okkur að allt er hægt og að við eigum öll að taka pláss. Því þakka ég langalangömmu Kristínu.“

 

 

Blaðið Vestfirðir.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31