A A A
  • 1995 - Rakel Brá Siggeirsdóttir
Dýrleif, Jóhanna, Patrekur og Sindri ásamt íţróttakennaranum sínum, Ernu Höskuldsdóttur. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir
Dýrleif, Jóhanna, Patrekur og Sindri ásamt íţróttakennaranum sínum, Ernu Höskuldsdóttur. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir
Dýrfirðingar urðu í öðru sæti í riðli Vestfjarða og Vesturlands í keppni um Skólahreysti sem fór fram í Gerðubergi sl. fimmtudag. Í fyrsta sæti var Grunnskóli Ísafjarðar sem náði bestum árangri í heildina, og vann sér því inn þátttökurétt í úrslitakeppni Skólahreystis sem fer fram í Laugardalshöll þann 26.apríl. Í þriðja sæti hafnaði Grunnskóli Bolungarvíkur.

Mikill áhugi er fyrir skólahreysti í grunnskólanum á Þingeyri en 14 nemendur í 8.-10. bekk hafa æft Skólahreysti í vetur. Þeir nemendur sem kepptu fyrir hönd skólans eru Dýrleif Arna Ómarsdóttir, Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir, Patrekur Ísak Steinarsson og Sindri Þór Hafþórsson. Jóhanna Jörgensen hékk lengst í hreystigreip af keppendum í sínum riðli en hún hékk í 2:07 mínútur.

Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Keppt er í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðaþraut.
« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31