A A A
  • 1938 - Guđrún Steinţórsdóttir
  • 1973 - KRISTA SILDOJA
  • 1983 - Hjalmar S. Svenna
Frá vinstri: Óskar Pétursson, Sigurđur Friđfinnsson og harmonikkubrćđurnir Andri Snćr og Bragi Fanna frá Höfn í Hornafirđi. Mynd: SF.
Frá vinstri: Óskar Pétursson, Sigurđur Friđfinnsson og harmonikkubrćđurnir Andri Snćr og Bragi Fanna frá Höfn í Hornafirđi. Mynd: SF.
Karlakór Sjómannaskólans úr Tækniskólanum vann Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór síðastliðið laugardagskvöld. Lagaval kórsins var viðeigandi en þeir sungu lagið Stolt siglir fleyið mitt eftir Gylfa Ægisson. Alls eru um 40 manns í kórnum en þrír meðlimir hans eiga ættir sínar að rekja til Dýrafjarðar. Sigurður Friðfinnsson, einn Dýrfirðinganna, segir að ákveðið hafi verið strax í upphafi að taka keppnina traustum tökum og vanda vel til verksins, og því hafi kórstjórinn Þórhallur Barðason verið fenginn til að stýra hópnum. „Það var hápunktur vetrarstarfsins að taka þátt í Söngkeppninni og ekki verra að vinna hana. Þetta skapar góðan móral í skólanum, bæði meðal nemenda og kennara". Auk Sigurðar eru frændurnir Ingólfur Ágústsson og Óskar Pétursson einnig í kórnum en afi þeirra, Páll Hreinn Pálsson, er frá Þingeyri.

Kórinn var stofnaður 19.janúar síðastliðinn af nokkrum stýrimanna- og vélstjóranemum og er því ekki nema rúmlega þriggja mánaða gamall. „Ég er rosa stoltur af því að hafa fengið að taka þátt í stofnun þessa kórs og hafa í upphafi lagst á árarnar í þessu skemmtilega starfi", segir Sigurður en hann er í varastjórn kórsins. Aðspurður um hvað sé framundan hjá kórnum segir Sigurður að menn séu bjartsýnir á framtíðina. „Kórinn fer brátt í sumarfrí en byrjar aftur í haust með raddprófunum og inntöku nýrra söngmanna".

Landsmenn munu eflaust heyra meira frá kórnum því hluti af verðlaununum fyrir Söngkeppnina voru upptökur með Senu, sem ætlar að hljóðrita og gefa út lag með kórnum. Þeir sem misstu af Söngkeppninni á laugardagskvöld geta horft á atriði Tækniskólans hér.
« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31