A A A
  • 1929 - Gunnşórunn Friğriksdóttir
  • 1960 - Şórhallur Gunnlaugsson
  • 2000 - Guğlaugur Rafn Daníelsson
  • 2000 - Birta Rós Daníelsdóttir
02.07.2015 - 21:50 | BIB,bb.is

Dırafjarğardagar um helgina

Dırafjörğur.
Dırafjörğur.
Bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar verður sett kl. 18 á morgun að Gili í Dýrafirði.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði á hátíðinni sem stendur fram á sunnudag. Meðal dagskrárliða má nefna sýningu heimildarmyndarinnar Dýrafjörður sem sýnd verður kl. 16:30 á morgun, þriðja stigamót BLÍ í strandblaki sem fram fer á strandblakvellinum við sundlaugina á staðnum kl. 17. Dagskrárliðurinn Hetjur á Vestfjörðum fer fram á Gíslastöðum í Haukadal kl. 20:30 annað kvöld en þar mun Óttar Guðmundsson geðlæknir, geðgreina Gísla Súrsson og aðra vestfirska kappa. Sett verður upp sápurennibraut við sundlaugina og boðið verður upp á sundlaugardiskó og fatasunddiskó. Opið verður í Simbahöllinni og á Hótel Sandafelli til kl. 03. 


Á laugardag
verður boðið upp á gönguferð um söguslóðir Gísla Súrssonar, stigamót í strandblaki, keppnina um Vestfjarðavíkinginn að Núpi, súpu í görðum íbúa við Aðalstræti og barnaskemmtun. Sölubásar verða í sláturhúsinu, hoppukastalar við félagsheimilið og andlitsmálun við félagsheimilið auk þess sem boðið verður upp á hestaferðir. Keppnin um Vestfjarðavíkinginn verður síðan framhaldið á Víkingasvæðinu kl. 15:30 og kl. 17 verður kassabíla- og kerrurallý við frystihússplanið. Grillveisla hefst á víkingasvæðinu kl. 19 og kvöldinu lýkur með dansleik í félagsheimilinu þar sem hljómsveitin Kopar leikur fyrir dansi til kl. 03. 


Á sunnudag
kl. 10 verður boðið upp á morgungöngu á Mýrarfell í leiðsögn Sæmundar Þorvaldssonar og er mæting við rætur fjallsins. Barnasafnið verður með smiðjur í björgunarsveitarhúsinu frá hádegi þar sem börn og fullorðnir geta leikið sér saman, leyst þrautir og styrkt tengslin. Þá verður boðið upp á dorgveiðikeppni en hátíðinni lýkur með tónleikum Hjalta og Láru í Þingeyrarkirkju.
« September »
S M Ş M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30