A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
26.06.2013 - 23:54 | JÓH

Dagskrá Dýrafjarðardaga 2013

Dagskráin er glæsileg að vanda.
Dagskráin er glæsileg að vanda.
Nú er rúm vika í Dýrafjarðardaga og undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi. Dagskráin hefur verið birt hér á Þingeyrarvefnum í heild sinni en með fyrirvara um breytingar, það er ekki ólíklegt að fleiri dagskrárliðir bætist við. Á dagskrá hátíðarinnar í ár má finna margar skemmtilegar nýjungar, svo sem lautarferð í Skrúð og leiðsögn um garðinn, Vestfjarðarvíkinginn og svokallaðan bændadag þar sem bændur í héraði munu kynna starfsemi sína. Að sögn Ernu Höskuldsdóttur, eins skipuleggjanda hátíðarinnar, verða fastir liðir þó á sínum stað, eins og grillveislan, kassabílarallýið, súpa í garði og fleiri skemmtilegheit. "Svavar Knútur kemur fram á kvöldvökunni og sömu sögu er að segja um hljómsveitirnar Sólon, Ylju og Hörmung. Ísabella Leifsdóttir verður með síðdegistónleika í kirkjunni á sunnudeginum og það er gaman að segja frá því að hún bjó á Þingeyri á árum áður og lærði meðal annars í tónlistarskólanum hér. Það verður nóg um að vera alla helgina og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Heimamenn bíða spenntir eftir að taka á móti gestunum og eiga með þeim góða daga", segir Erna.


Litir hátíðarinnar verða áfram bleikur og limegrænn, og eru íbúar Dýrafjarðar hvattir til að skreyta hús sín og nánasta umhverfi í þessum líflegu litum. Dagskráin er komin í prentun og verður borin í hús á Þingeyri um eða rétt eftir helgina. Hún mun einnig liggja frammi á fjölförnum stöðum á Þingeyri. Nánari upplýsingar um dagskrárliði verður einnig hægt að nálgast á Facebooksíðu Dýrafjarðardaga.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31