A A A
16.08.2016 - 06:24 | Vestfirska forlagið,Tónlistarskóli Ísafjarðar

Dagný Arnalds ráðin aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar

Dagný Arnalds.
Dagný Arnalds.
Dagný Arnalds hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Dagný hefur kennt við skólann undanfarin ár og verið farsæll kennari.  Hún hefur séð um alla kennslu í útibúi skólans á Flateyri, einnig kennt á píanó og stjórnað barnakór skólans á Ísafirði. 

Dagný hefur fjölbreytta reynslu sem kennari,  kórstjóri og starfaði um skeið sem listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar við Djúpið. Skapandi leiðir í tónlistarkennslu og miðlun tónlistar í samfélaginu eru henni hugleikin.

Við bjóðum Dagnýju hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að vinna með henni að áframhaldandi uppbyggingu tónlistarkennslu íbúum Ísafjarðarbæjar til heilla.


Útibú – Þingeyri
Félagsheimlinu,

470 Þingeyri
Sími: 456 8322, 862 9118
Tuuli Rähni, útibússtjóri
Netfang: tuuli@simnet.is

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30