A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Á Dynjandisheiði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Í tillögu að samgönguáætlun fyrir næstu fjögur ár, 2015-2018, er gert ráð fyrir að byrjað verði á nýjum vegi um Dynjandisheiði, samhliða gerð Dýrafjarðarganga ,úr Dýrafirði yfir í botn Arnarfjarðar við Mjólkárvikjun. Samkvæmt tillögu innanríkisráðherra er gert ráð fyrir 400 milljónum króna árin 2017 og 450 milljónum árið 2018 í vegalagningu á Dynjandisheiði. Vinn við jarðgöngin á að hefjast árið 2017. Nýr vegur um Dynjanisheiði mun liggja á sömu slóðum og sá gamli. Hann verður 32 kílómetrar að lengd úr Dynjandisvogi og yfir að Flókalundi við Vatnsfjörð á Barðaströnd og mun kosta í heild 4-5 milljarðar króna.

Með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi um Dynjandisheiði mun leiðin á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar styttast um 30 kílómetra og leiðin verður opin allt árið. Þá verður leiðin frá Ísafirði til Reykjavíkur um vesturleiðina, þjóðveg 60, verða um 420 kílómetrar. Og þá má bæta við nýjustu fréttum af leiðinni um Þorskafjörðinn, þar sem ,,svonefndan" Teigskóg er að finna.

Skipulagsstofnun fellst á endurupptöku

Skipulagsstofnun hefur fallist á að veglína sem liggur fyrir og um Hallsteinsnes og inn með vestanverðurm Þorskafirði, þar sem Teigskógur er, verði tekin í umhverfismat að nýju. Þessi leið er nú kölluð Þ-H veglína. „Það er jákvætt og gleðilegt að Skipulagsstofnun hafi fallist á beiðni Vegagerðarinnar um endurupptöku á úrskurði vegar um Teigsskóg,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í samtali við RÚV fyrir nokkru. Endurupptakan felur meðal annars í sér, að í stað þess að Skipulagsstofnun úrskurði um umhverfisáhrif vegarins veiti hún álit. „Það er ekki búið að ákveða að vegur verði lagður, en þarna er opnað fyrir möguleika á slíkt,“ sagði vegamálastjóri. „Þetta eru fyrst og fremst gleðileg tíðindi fyrir okkur og alla sem það varðar,“ segir hann, og leggur áherslu á að þetta sé sú leið þar sem hægt sé að leggja hvað öruggastan veg.

Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir, að „þær breytingar sem gerðar hafa verið á legu vegarins út úr Teigsskógi að hluta, auk breyttra hönnunarforsendna og hönnunar á þverunum yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og breytingar á fyrirkomulagi efnistöku, feli í sér verulegar breytingar á forsendum umhverfismats, sem gefi tilefni til endurskoðunar þess, þar sem umræddar breytingar séu líklegar til að hafa áhrif á umhverfismat framkvæmdarinnar hvað varðar áhrif á skóglendi, landslag og leirur og fjörur.“


Hreinn Haraldsson sagði að bæta þurfi við rannsóknum áður en hægt verði að leggja tillögur fyrir sveitarstjórn Reykhólahrepps um það hvernig vegurinn verði lagður og hvenær. Hann sagði að ákvörðun um það kynni að liggja fyrir einhvern tíma frá næstu áramótum og fram á næsta sumar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31