Búnaðarfélagið Bjarmi stofnað
Félagsmenn í hinu nýja félagi eru 72 talsins og reka búskap á um 30 búum, felst í hefðbundnum búskap auk hlunnindabúskapar og ferðaþjónustu. Á vegum bænda í félaginu eru framleiddir um 1,3 milljónir lítra af mjólk á ári og þeir senda um 7.000 dilka til slátrunar. Talið er að æðarbændur í félaginu hlúi að og fóstri um 10.000 æðahreiður á hverju vori og auk þess eru ferðaþjónusta og skógrækt vaxandi atvinnugreinar hjá félagsmönnum.
Í tilkynningu um sameininguna segir að félagið vænti þess að geta á hverjum tíma átt gott samstarf við stjórnsýslu bæjarfélagsins um þau mál sem snerta sérstaklega dreifbýli Ísafjarðarbæjar. Félagið líti svo á að mikilvægt sé að halda því til haga að hagsmunir dreifbýlis og þéttbýlis í bæjarfélaginu eru gagnkvæmir bæði í atvinnu og menningarlegu samhengi.