A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
28.04.2011 - 23:41 | bb.is

Búnaðarfélagið Bjarmi stofnað

Kirkjuból í Dýrafirði
Kirkjuból í Dýrafirði
Fjögur Búnaðarfélög í Ísafjarðarbæ hafa verið sameinuð í eitt undir nafninu Búnaðarfélagið Bjarmi. Um er að ræða félög sem starfað hafa í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Skutulsfirði, en félagsmenn þeirra ákváðu sameininguna á fundi sem haldinn var í friðarsetrinu í Holti þann 4. apríl. „Vonir okkar standa til þess að sameingin muni efla samfélagið og þjappa mönnum saman um sameiginlega hagsmuni," segir Guðmundur Steinar Björgmundsson, sem kjörinn var formaður fyrstu stjórn Búnaðarfélagsins Bjarmi. Aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Íris Hreinsdóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson.

 

Félagsmenn í hinu nýja félagi eru 72 talsins og reka búskap á um 30 búum, felst í hefðbundnum búskap auk hlunnindabúskapar og ferðaþjónustu. Á vegum bænda í félaginu eru framleiddir um 1,3 milljónir lítra af mjólk á ári og þeir senda um 7.000 dilka til slátrunar. Talið er að æðarbændur í félaginu hlúi að og fóstri um 10.000 æðahreiður á hverju vori og auk þess eru ferðaþjónusta og skógrækt vaxandi atvinnugreinar hjá félagsmönnum.

 

Í tilkynningu um sameininguna segir að félagið vænti þess að geta á hverjum tíma átt gott samstarf við stjórnsýslu bæjarfélagsins um þau mál sem snerta sérstaklega dreifbýli Ísafjarðarbæjar. Félagið líti svo á að mikilvægt sé að halda því til haga að hagsmunir dreifbýlis og þéttbýlis í bæjarfélaginu eru gagnkvæmir bæði í atvinnu og menningarlegu samhengi.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30