05.04.2017 - 21:38 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið
Breytingar á eignarhaldi hjá Árvakri
Breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla.
Samherji hefur selt allan hlut sinn til Eyþórs Arnalds. Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum.
Að auki kaupir Eyþór 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. og 2,05% hlut Vísis hf., alls 26,62%.