16.05.2016 - 21:38 | Vestfirska forlagið,Sæmundur Þorvaldsson
Blíðfari frá Fjallaskaga á verkstæði eftir 45-50 ára hvíldarlegu
Í dag, annan í hvítasunnu -16. maí 2016, fór Blíðfari frá Fjallaskaga loksins á verkstæði eftir 45-50 ára hvíldarlegu upp á sperrubitum í bílskúr á Læk. Áður hafði hann legið á hvolfum á Hellubökkum í áratug eða svo.
Nú fær fagmaðurinn og þúsund þjala smiðurinn Validmar Elíasson á Þingeyri það verkefni að vita hvort hægt verður að gera hann sjófæran að nýju.
Jón Gabríelsson á Fjallaskaga lét smíða þennan bát uppi við bæ á Skaga fyrir aldmótin 1900.
Af Facebook-síðu Sæmundar Þorvaldssonar