26.04.2010 - 11:28 |
Blakmót fjölskyldunnar
Á sunnudaginn fór fram blakmót fjölskyldunnar í íþróttahúsinu á Þingeyri. Yfir 30 manns tóku þátt í mótinu og kepptu börn, allt frá 3 ára aldri, við gamla Íslandsmeistara og sýndu allir mikla takta á vellinum.
Alls voru 5 lið sem kepptu og var mikil barátta um sigurinn. Svo fór að Proppé fjölskyldan sigraði úrslitaleikinn í framlengingu.
Eftir mótið var haldin heljarinnar kaffiveisla þar sem fólk kjammsaði á heimabökuðu góðgæti og ræddi tilþrif keppninnar.
Að þessu loknu fóru keppendur í sund og létu líða úr sér mestu þreytuna í heita pottinum.