A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson

Leiðir líka hugann að því að vika er aðeins til endurkomu sólar hér á bæ, þrjár vikur heima á bóli, en í Meira-Garði við Dýrafjörð sjá þeir hana á morgun, ef væru einhverjir lengur. Fjötrar skammdegis falla hratt úr þessu.

En af þessum tilefnum legg ég með mynd af bæ við Arnarfjörð hvar sól er á lofti um allan hring ársins, að mér er tjáð. Bæjarstæðið þarna er firna fallegt og yfrið haganlegt. Landnámsmaður vissi því hvað hann var að gera þá hann setti þar fyrstu búð sína ...

Þú mátt giska á bæjarnafnið, það á sér hliðstæður víðar á landinu.

 Tjaldanes er það; svo haganlega mun fjöllum komið fyrir suður og suðaustur yfir að sól nær að skína, svo er Arnarfjörðurinn býsna breiður. Óhemju fallegt útsýnið frá Tjaldanesi allt frá Ánarmúla og til útfjalla Auðkúluhrepps.

 

Af Facebook-síðu Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri.


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31