A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
27.02.2017 - 15:38 | Björn Ingi Bjarnason,ruv.is,Vestfirska forlagiđ

Baka bollur svo dögum skiptir

Baka bollur svo dögum skiptir.
Baka bollur svo dögum skiptir.

„Við byrjuðum á miðvikudaginn. Svo erum við búnir að baka uppá hvern dag síðan á miðvikudag. Og nú er mánudagur og við byrjuðum klukkan eitt í nótt og við reiknum með því að vera til klukkan fjögur í dag og verðum vonandi búnir þá,“ segir Árni Aðalbjörnsson, bakarameistari í Gamla bakaríinu á Ísafirði. 

Pólskur hátíðisdagur

Árni segir að bolludagshelgin hafi teygt úr sér. Á fimmtudaginn hafi verið hátíðardagur Pólverja og þá hafi pólskar bollur rokið út: „Þá gerðum við þetta í hundraða tali, höfðum ekki undan, þær voru uppseldar klukkan fimm og fólk var ósátt við það. En það er erfitt að reikna þetta út.“ Í Gamla bakarínu er einnig hægt að kaupa danskar og tælenskar bollur. „Í ár höfum við lagt mikla áherslu á dönsku bollurnar sem seljast vel og eru gerðar úr vínarbrauðsdeigi,“ segir Árni.

 

Baka bollur þegar það er gott veður

„Hérna eru Irish coffee bollur með cola-flögum, þetta eru gerdeigsbollur með súkkulaði og hér eru karamellubollur, svo eru þetta sérstakar bollutertur bæði vatnsdeigs og ger með mismunandi fyllingu, bæði hreinum rjóma eða frómas,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir sem starfar í bakarínu.  Á Ísafirði eru tvö bakarí og geta Ísfirðingar ekki kvartað yfir bolluúrvalinu. Í Gamla bakaríinu eru útbúnar yfir 20 sortir af bollum. Þótt vatnsdeigsbollurnar séu vinsælastar segir Rósa að vegna þess að vatnsdeigsbollurnar eru oft bakaðar þegar það er gott veður þá vilji margir tilbreytingu á bolludaginn.

 

Alltaf með eitthvað nýtt

„Við erum búin að gera fleiri þúsund bollur. Það eru nú aðallega þessar Wells-bollur, þær eru vinsælastar. Og svo þessar gömlu góðu, gerbollurnar. Svo höfum við alltaf komið með eitthvað nýtt.“ Í ár er til dæmis hægt að kaupa bolludagstertur. Bollur sem eru bakaðar saman með ýmiss konar fyllingu. Árni segist helst kjósa Wells-bollur en Berlínarbollurnar séu líka góðar sem og pólsku bollurnar sem eru með sítrónu og smá vodka til að skerpa í þeim. „Þær eru virkilega góðar, enda hafa þær selst vel,“ segir Árni.


« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31