A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
08.09.2015 - 09:49 | BIB,Emil Ragnar Hjartarson

BÍLSTJÓRARAUNIR úr Dýrafirði

Alþýðublaðið 12. maí 1970
Alþýðublaðið 12. maí 1970
« 1 af 2 »

Jón á Lækjarósi kemur akandi upp á Gemlufallsheiði neðan frá Gemlufalli þar sem malargryfjan er. Við tippararnir tökum eftir því að pallurinn er á lofti. Í bílnum með Jóni er Þorsteinn verkstjóri. Jón nemur staðar á tippnum og gerir sig líklegan til að sturta hlassinu--en-- það er ekki á sínum stað og pallurinn í fullri reisn !!
Þeir gerðu það stundum að hafa í sturtugír en glussan ekki á. Nú hafði ökumaðurinn rekið sig í glussastöngina, pallurinn á loft og hlassið fannst fyrir neðan Guðlaugsvað. Ákafar hafa samræður bílstjóra og verkstjóra verið að taka ekki eftir neinu.

Gunnar á Ketilseyri var vanur að gefa merki um að búið væri að moka á með því að láta payloaderinn flauta. Það er kaffitími. Benna Odds hefur runnið í brjóst og nú gellur flautið við. Benni glaðvaknar og ekur til mín á tippinn sem er rétt hjá gryfjunni--hífir pallinn en ekkert rennur af-- fer að rykkja til bílnum til að hrista af pallinum--ekkert gerist, sem er ekki von. Pallurinn var tómur, ekki búið að moka á. Gulli á Granda er vitni að þessu og er ekki í ökuhæfu ástandi vegna hláturs--Benni glottir.

Alli Guðmunds kemur hálf sofandi út úr tjaldinu frammi á Brekkudal, farið að hausta og kalt á nóttunni. Hann hefur þann vana að setja bílinn í gang og láta hann hitna meðan hafragrautnum eru gerð skil. Í þetta sinn kveður við ógnar hávaði og Alli hendist öfugur út úr bílnum.Tippararni höfðu dundað við það kvöldið áður að troða þokulúðri upp í púströrið með þessum afleiðingum. Alli jafnar sig og sér jákvæðu hliðina: . "Nú þarf ég ekki að flauta á helvítis rollurnar í dag"--en--- þetta varð skammvinn dýrð. Lúðurinn þoldi ekki álagið og þagnaði fljótlega.

Spéfuglarnir í vinnuflokknum komust í feitt þegar svona lagað bar upp á.

 

Af Facebooksíðu Emils R. Hjartarsonar.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31