A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
19.05.2017 - 09:01 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

BÆVERSKUR LAUFSKÓGUR DAFNAR Á ÞINGEYRI

Frá gróðursetningu á Þingeyri. F.v. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gerður Eðvarsdóttir, Erich Püttner bæjarstjóri Kaufering og Ludwig Pertl.
Frá gróðursetningu á Þingeyri. F.v. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gerður Eðvarsdóttir, Erich Püttner bæjarstjóri Kaufering og Ludwig Pertl.

Vinabæjarsamstarf Ísafjarðarbæjar og Kaufering í Þýskalandi er um margt merkilegt. Einn þáttur í því sem ekki hefur farið hátt er er elja skógræktarmanna í báðum sveitarfélögum. Þeir Ludwig Pertl frá Kaufering og Sæmundur Þorvaldsson frá Læk í Dýrafirði hafa síðustu ár unnið að ræktun skógar fyrir ofan Þingeyri og sömuleiðis hefur verið plantað samanburðarskógi í Kaufering.

Í aðsendri grein Ludwig Pertl í gær segir hann að þar eð hingað til hafi aðallega barrtré verið flutt til Íslands var ákveðið að bæta nú við lauftrjám til að auka frjósemi jarðvegsins.

Trjátegundir sem vaxa í Ölpunum, s.s. garðahlynur, linditré, askur og beyki geta gegnt hér mikilvægu hlutverki. Eftir tilskilin leyfi fengust frá íslenskum skógræktaryfirvöldum vorið 2014 var hægt að senda fyrstu sendingu af fræi til Íslands. Sáningin tókst frábærlega og þannig var hægt að planta u.þ.b. 8000 lauftrjám á Íslandi.

12 manna hópur frá Kaufering fór til Ísafjarðar í júlí 2016 og tók þar þátt í hátíðahöldum í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins og einn liður í þeim var sameiginleg gróðursetning á Þingeyri. Fyrir ofan þorpið vex nú fyrsti bæverski skjólskógurinn á Íslandi með fjórum tegundum lauftrjáa frá Ölpunum. Árið 2015 plöntuðu bæjarstjórarnir Erich Püttner og Gísli Halldór Halldórsson samanburðarskógi í Kaufering.

„Árangurinn er stórkostlegur. Eiginlega ótrúlegur. Farið hefur verið í mörg stór átaksverkefni til að rækta nýja skóga á Íslandi þar sem áður var lítið um trjágróður. Það var sameiginlegt markmið vinabæjarsamstarfsins frá upphafi, einnig okkar Sæmundar. Loftslagsbreytingar hafa líka haft áhrif á Íslandi og hættan á jarðvegseyðingu fer greinilega vaxandi,“ segir í greininni.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30