A A A
  • 1935 - Guđmundur Ingvarsson
  • 1949 - Susan Jane Eddy
  • 1964 - Ingibjörg Ósk Vignisdóttir
  • 1980 - Hulda Hrönn Friđbertsdóttir
  • 2003 - Ólafur Ţór Ólason
16.05.2016 - 14:52 | bb.is,Vestfirska forlagiđ

Átta milljónir til ţriggja safna á Vestfjörđum

Byggđasafn Vestfjarđa.
Byggđasafn Vestfjarđa.
Safnasjóður úthlutaði nýlega styrkjum til safna vítt og breitt um landið fyrir árið 2016. Alls var úthlutað 108 milljónum króna. Þar af fara 78,8 milljónir til einstakra verkefna vegum safnanna, en 30 milljónir til rekstrar. Byggðasafn Vestfjarða í Ísafjarðarbæ fékk úthlutað rúmum þrem milljónum króna, Sauðfjársetrið á Ströndum fékk 3,3 milljónir og Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Patreksfirði fékk 1,6 milljónir króna. Styrkjum er úthlutað eftir umsögn Safnaráðs til viðurkenndra safna á landinu. Sótt var um 153 verkefni og þar af fengu 93 styrki.

Styrkir til safnanna á Vestfjörðum voru þessir: 


Byggðasafn Vestfjarða 
Rafrænn safnvísir (Framhaldsstyrkur) kr. 1.100.000. 
Neðstikaupstaður og gamla húsaþyrpingin þar kr. 780.000. 
Samstarf Vélsmiðju GJS á Þingeyri við Listaháskóla Íslands um kennslu námskeiða í járnvinnslu kr. 408.000. 
Rekstarstyrkur kr. 800.000 
Samtals kr. 3.088.000 

Sauðfjársetur á Ströndum 
Endurnýjun á fastasýningu: Hönnun og uppsetning kr. 1.300.000. 
Náttúrubarnaskólinn 2016, kr. 1.200.000. 
Rekstrarstyrkur kr. 800.000. 
Samtals kr. 3.300.000. 

Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti 
Átak í skráningarmálum kr. 800.000. 
Rekstrarstyrkur kr. 800.000. 
Samtals kr. 1.600.000. 
« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30