A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Ásvaldur Guðmundsson.
Ásvaldur Guðmundsson.
« 1 af 2 »
„Samfélagið á Sandinum var um margt mjög sérstakt. Það var búið á sjö bæjum og mikil samheldni og hjálpsemi meðal fólks," segir Ásvaldur Guðmundsson er staðarhaldarinn á Núpi í Dýrafirði. Hann á að baki fjölbreyttan starfsferil sem ýtumaður með eigin rekstur, bóndi og kvennaskólakennari svo eitthvað sé nefnt. Ásvaldur ræðir við blaðamann um lífið og ástina í opnuviðtali Bæjarins besta sem kemur út í dag. Í viðtalinu ræðir Ásvaldur m.a. um ungmennafélagið Vorblóm á Ingjaldssandi. 

„Ungmennafélagið hafði þau áhrif á mannlífið að það drakk enginn áfengi né reykti í sveitinni og það voru varla nema einn eða tveir sem tóku í nefið. Þannig var þetta langt fram yfir miðja öld. Alla mína barnæsku sá ég því aldrei vín á manni og vissi ekki hvað vín var. Ég man reyndar að þegar samkomuhúsið var vígt þá komu margir gestir og þar á meðal voru tveir góðir menn frá Flateyri sem ég veitti athygli því þeir voru óvenju kátir. Ég hafði orð á þessu við föður minn en hann yppti bara öxlum og sagði að líklega þætti þeim bara svona gaman. Löngu seinna fékk ég að vita þeir höfðu haft pela meðferðis," segir Ásvaldur, sem hefur frá ýmsu að segja. 

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Bæjarins besta, en þar ræðir Ásvaldur meðal annars um ferilinn og mannlífið í „ýtumannadalnum."
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30