A A A
23.09.2016 - 13:36 | Dýrfirðingafélagið

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 1. október

Það er aldrei leiðinlegt á árshátíð hjá Dýrfirðingum
Það er aldrei leiðinlegt á árshátíð hjá Dýrfirðingum

 

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins verður haldin
laugardaginn 1. október 2016  

í Stangarhyl 4, 112 Reykjavík

Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:00

Forréttur

Forréttardiskur með graflaxrós, hvítlauksristuðum humar, teriyaki lax, paté og parmaskinku

Aðalréttur

Steikarhlaðborð með glóðarsteiktu lambalæri og hunangsgljáðum kalkún, madeirakremsósu, ristuðu fersku grænmeti með basil og fersku sumarsalati með mangóchilí dressingu

Kaffi og konfekt

Hljómsveitin Hafrót spilar undir borðhaldi og leikur fyrir dansi að málsverði loknum

 

Veislustjórar eru þær Gyða Hrönn Einarsdóttir og Þuríður Steinarsdóttir

Minni Dýrafjarðar flytur Rakel Ragnarsdóttir

Mikael Tamar flytur frumsamin lög við undirleik Bjarna Kristins

Eldhúskvartettinn 28, sem þeir Steinþór Vigfús Tómasson,

Jón Júlíus Tómasson, Grétar Ingi Símonarson og Ragnar Gunnarsson skipa, syngur nokkur lög við undirleik Tómasar Jónssonar

Skemmtiatriði, happdrætti, glens og gleði !

 

Miðaverð kr. 6.900,-

 

Sala aðgöngumiða verður í Stangarhyl 4, fimmtudaginn 29. september kl. 17:00 – 19:00. Hægt er að taka frá sæti og borð, fyrstur kemur fyrstur fær ! Posi á svæðinu. Einnig er hægt að panta miða hjá Bergþóru í síma 578 9520 og 824 1958 og á netfangi bergtora.vals@gmail.com

Eftir borðhald og skemmtun verður selt á ballið eins og hægt er plássins vegna á 2000 krónur á mann.

 

 

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30