A A A
  • 1963 - Jóhannes Frank Jóhannesson
  • 1979 - Marika Jopp
Snæuglan á rafmagnsstaurnum. Ljósm H. S.
Snæuglan á rafmagnsstaurnum. Ljósm H. S.
« 1 af 3 »

Þegar við komum að Hjallkárseyri sáum við snæuglu þar í fjörunni. Héldum fyrst að þetta væri grámávur eða jafnvel örn. Þegar að var gáð sáum við af hyggjuviti okkar að þetta hlyti að vera snæugla. Hún settist í fjöruna, en flaug svo upp og tyllti sér á staur frá Orkubúinu, Mjólkárlínu 1. Það varð auðvitað uppi fótur og fit og náðist engin almennileg mynd af kellu, ef þetta var þá ekki bara karl! Stór og föngulegur fugl með mikið vænghaf. Seinna fengum við staðfest að Mjólkármenn höfðu séð þennan sjaldgæfa fugl á Mjólkárhlíð eða Meðalnesi. 

„Snæuglur eru heimskautafuglar sem stundum finnast hér á landi. Einhverjir fuglar hafa orpið hér og hafa fundist nokkur hreiður auk þess sem talið er að uglan hafi verpt á fáförnum slóðum þar sem hreiðrin hafi aldrei fundist. Um það bil tíu fuglar sjást hér árlega, helst yfir sumarmánuðina, á haustin og fyrri hluta vetrar.“ Svo segir á vísi.is. og Íslandsvefnum.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30