Anna Jens's Óskarsdóttir - Fædd 17. ágúst 1921 - Dáin 2. mars 2016 - Minning
Foreldrar hennar voru Mikkalína Sturludóttir, f. 1894, d. 1982, og Óskar Jónsson, f. 1897, d. 1971. Systkini Önnu: Ólafía Verónika, látin, Þórður Viggó og Margrét Jensína.
Anna giftist 29. nóvember 1947 Þórði Sigurðssyni málarameistara, f. 23. febrúar 1921. Hann lést 27. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Margrét Ólafsdóttir, f. 1885, d. 1970, og Sigurður Þórðarson, f. 1886, d. 1964. Börn Önnu og Þórðar eru: 1) Óskar, f. 17. febrúar 1948, kvæntur Sue Þórðarson. 2) Reynir, f. 26. maí 1954, kvæntur Stefaníu Kristínu Sigurðardóttur. Synir þeirra: Þórður, f. 1980, dóttir hans og Lindu Kristinsdóttur er Ásta Kristín, f. 2009. Hlynur, f. 1983, sambýliskona Astrid Fehling. 3) Margrjet, f. 12. nóvember 1961, gift Arnóri Skúlasyni. Börn þeirra: Óskar, f. 1984, kvæntur Tinnu Þórarinsdóttur. Dætur þeirra eru Anna Heiða, f. 2009, og Ólöf Birna, f. 2013. Signý, f. 1990, sambýlismaður Sævar Ingi Sigurgeirsson. Sonur þeirra er Styrmir Már, f. 2015. Rúnar, f. 1992.
Anna ólst upp á Þingeyri til 10 ára aldurs en flutti þá til Hafnarfjarðar þar sem hún bjó alla sína ævi, lengst af á Herjólfsgötu 34, síðan á Laufvangi 2.
Hún lauk gagnfræðaprófi og fór síðar í Húsmæðraskólann á Ísafirði.
Eftir skólagöngu aðstoðaði Anna föður sinn á ýmsan hátt í frystihúsi hans, ásamt því að sinna heimili og börnum eftir að hún giftist. En árið 1973 fór hún að vinna utan heimilis og var útivinnandi í um 20 ár og starfaði hjá Sælgætisgerðinni Mónu í Hafnarfirði.
Síðustu árin dvaldi Anna ásamt Þórði á Hrafnistu í Hafnarfirði, heilsu hennar var farið að hraka undir það síðasta.
Útför Önnu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. mars 2016.
Morgunblaðið mánudagurinn 14. mars 2016.