A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Andrés Guðmundsson á Brekku var með stálkjaft, en hjartað var úr skíra gulli, sagði Guðmundur Sören Magnússon.
Andrés Guðmundsson á Brekku var með stálkjaft, en hjartað var úr skíra gulli, sagði Guðmundur Sören Magnússon.

Framhald á viðtalinu við Guðmund Sören.

 

„Daginn eftir, á nýjársdag, kemur Andrés við hjá okkur eftir hádegið, þegar hann var að fara í fjárhúsin, en þá áttum við heima á Holti og mun þetta hafa verið um áramótin 1964-1965. Fjárhúsin hans voru þar rétt fyrir innan. Andrés biður mig að fylgjast nú með ef hann skyldi vera óvenjulega lengi í húsunum. Það sé svo mikið "svimbur" yfir hausnum á sér, að hann viti ekki nema það líði upp af sér þegar hann fari að beygja sig eftir heyinu fyrir féð. Ég spurði hann þá hvort hann vildi ekki að ég kæmi með honum inneftir og væri hjá honum meðan hann væri að gefa. Nei, andskotinn, það vildi hann ekki, ég gæti setið við eldhúsgluggann og beðið eftir því að hann kæmi úr húsunum. Gamli maðurinn var nú ekkert óvanalega lengi í fjárhúsunum og kom"svimbrið" ekki meira við sögu þann daginn.

     Sturla Þórðarson segir frá því í Sturlungu, að eitt sinn þegar þeir Sturlungar gerðu aðför að Gissuri Þorvaldssyni í Skálholt, var Vestfirðingur nokkur í för með þeim, sem oft áður. Þegar þeir sóttu að bænum, voru Sunnlendingar búnir að gera þeim það til bölvunar að hella vatni út á þekjurnar svo þær svelluðu allar, því þetta var um vetrartíma og mikið frost. Þegar Vestfirðingurinn var að brölta þar upp á þakinu, náðu þeir til hans með spjótshala og lömdu hann í hausinn svo hann "svimraði" við. Þannig að þetta virðist hafa verið nokkuð gamalt orð sem Andrés á Brekku notaði daginn eftir að hann rotaðist í samkomuhúsströppunum á Þingeyri!"

    "Andrés Guðmundsson á Brekku var með stálkjaft, en hjartað var úr skíra gulli", sagði Guðmundur Sören Magnússon að lokum.“

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31