A A A
  • 1960 - Brynjar Gunnarsson
  • 1960 - Kristín Þórun Helgadóttir
  • 2005 - Hrólfur Helgi Dýri Sigurðsson
  • 2006 - Andrea Líf Helgadóttir
21.12.2016 - 17:54 | Alþingi,mbl.is,Vestfirska forlagið

Alþingi: - Meira fé í stóra mála­flokka og þar á meðal Dýrafjarðargöng

„Frum­varpið var af­greitt úr fjár­laga­nefnd með stuðningi allra flokka sem þýðir að í at­kvæðagreiðslunni styðja þing­menn það eft­ir at­vik­um eða sitja hjá,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, en fjár­laga­frum­varpið var af­greitt úr nefnd­inni í dag til annarr­ar umræðu.

Har­ald­ur seg­ir aðspurður að fjár­laga­nefnd leggi til viðbótar­út­gjöld upp á um 12 millj­arða króna. Þannig verði 4,6 millj­örðum króna varið til sam­göngu­mála til viðbót­ar við það sem áður var gert ráð fyr­ir í fjár­laga­frum­varp­inu. Þar inni í eru Dýra­fjarðargöng en fyrst og fremst er þó lögð áhersla á viðhalds­verk­efni víða um land. Helm­ing­ur­inn fer til viðhalds­mála.

Lagt er til að hálf­ur millj­arður farið til viðbót­ar til lög­gæslu­mála og 1,7 millj­arður í mennta­mál. Þar af 1,3 í há­skóla­stigið og 400 millj­ón­ir í fram­halds­skól­ana. Þá er lagt til að 100 millj­ón­ir króna að auki fari til Land­helg­is­gæsl­unn­ar og 75 millj­ón­ir á fjár­auka­lög­um. 

Enn­frem­ur að rúm­lega 5,2 millj­arður fari í heil­brigðismál­in til viðbót­ar. Þar er áhersl­an að sögn Har­ald­ar að bæta rekstr­ar­stöðu heil­brigðis­stofn­ana um allt land, átak í biðlist­um og aðgerðir til þess að létta á frá­flæðivanda Land­spít­al­ans og rekst­ur og upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila.

Har­ald­ur seg­ir að á móti komi meðal ann­ars ýms­ar van­tald­ar tekj­ur þannig að þrátt fyr­ir út­gjalda­aukn­ingu upp á um 12 millj­arða verði eft­ir sem áður af­gang­ur af rekstri rík­is­sjóðs upp á 24 millj­arða króna. Hann seg­ir rétt að halda því til haga að gríðarleg út­gjalda­aukn­ing hafi verið í fjár­laga­frum­varp­inu áður en til þess­ara breyt­inga hafi komið.

Har­ald­ur seg­ir að sú sátt sem skap­ast hafi í fjár­laga­nefnd sé í raun­inni mjög merki­legt. „Það hefði ekki tek­ist nema vegna þess að stjórn­mála­flokk­arn­ir hafa teygt sig gríðarlega langt til þess að ná sam­komu­lagi og unnið af mikl­um heil­ind­um í nefnd­ar­starf­inu.“


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30