A A A
  • 1988 - Viđar Örn Ísleifsson
19.10.2017 - 06:34 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Blađiđ - Vestfirđir,Björn Ingi Bjarnason,Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.

Allt ţetta fólk

Sr. Jakob Hjálmarsson.
Sr. Jakob Hjálmarsson.
« 1 af 2 »

Út er komin bók um Þormóðsslysið eftir sr Jakob Hjálmarsson fyrrverandi sóknarprest á Ísafirði. Þormóðru BA 291 fórst fyrir rúmum sjötíu árum, þann 18. febrúar 1943.

Í upphafsorðum bókarinnar segir að Þormóðsslysið sé mesta blóðtaka sem nokkurt íslenskt byggðarlag hafi orðið fyrir. Með skipinu fórust 31 þar af voru 22 úr Arnarfirði. „Líf heils byggðarsamfélags og flestra fjölskyldna þar gjörbreyttist og bar merki þess uppfrá því. Einstaklingar lifðu í skugga þess og báru á sál sinni undir sem aldrei greru um heilt“ segir sr. Jakob Hjálmarsson sem er frá Bíldudal, byggðarlaginu sem varð fyrir þessu áfalli. Faðir sr. Jakobs missti báða foreldra sína í slysinu og sorgin því knúði dyra á heimilinu eins og mörgum öðrum húsum á Bíldudal. Fimmtíu og sex börn misstu föður sinn í slysinu og allir misstu alla einhvern veginn eins og sr, Hjálmar orðar það.

Sr. Jón Kr. Ísfeld sóknarprestur á Hrafnseyri var fenginn til þess að ganga í hús á Bíldudal og fór hann hús úr húsi og færði fólki ótíðindin.
Átakanleg er frásögnin af einni konunni sem flúði hús úr húsi með börnin sín tvö undan sr. Jóni og fylgdarmanni hans. Hún gat ekki heyrt þessa frétt og meðan hún hafði ekki heyrt hana var hún kannski ekki rétt. En maður hennar hafði farist eins og aðrir á skipinu.

Sr. Jakob segir frá viðbrögðum föður síns, semgat ekki trúað því sem gerst hafði og og sagði það ómögulegt að Þormóður hefði farist „með öllu þessu fólki.“ Það var ofar hans skilningi að slíkt gæti gerst. Fleira verður ekki rakið úr bókinni, sem er vel gerð og hin læsilegasta þótt efnið sé að sönnu erfitt á köflum að lesa.

Sr. Jakob Hjálmarsson kynnti bókina við fjölmenni eftir messu í Ísafjarðarkirkju. 


Það er Vestfirska forlagið sem gefur bókina út.

 

Blaðið Vestfirðir 19. október 2017.« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30