A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
28.09.2009 - 11:20 | Tilkynning

Allir út að ganga með Léttsveitinni

Myndin tengist ekki Léttsveitinni beint en þarna má sjá Dýrfirðinga á göngu. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Myndin tengist ekki Léttsveitinni beint en þarna má sjá Dýrfirðinga á göngu. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Fámennur gönguhópur sem kallar sig Léttsveitina, hefur á undanförnum misserum sést á göngu, á Þingeyri eða í nágrenni bæjarins og þá yfirleitt vopnaður gönguprikum sínum. Eru meðlimir Léttsveitarinnar ekki í neinum vafa um ágæti þessarar hollu hreyfingar, fyrir bæði líkama og sál, og láta veður litlu skipta. Því vill Léttsveitin fá sem allra flesta , bæði konur og karla á öllum aldri, í lið með sér og koma út að ganga. Við skorum því á alla sem vilja og hafa smá stund aflögu að mæta við íþróttamiðstöðina á Þingeyri kl 16:30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Alla dagana eða einhvern af þeim.
Hvort sem ganga á hægt eða hratt, með eða án göngustafa er þú hjartanlega velkomin í hópinn til okkar. Kostnaður er enginn en ánægjan mikil.

Sjáumst!
Léttsveitin
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30