01.02.2015 - 08:04 | bb.is
Ákvörðun í fyrsta lagi um miðjan febrúar
Ákvörðun um samstarfsaðila Byggðastofnunar um nýtingu á aflaheimildum á Þingeyri verður í fyrsta lagi tekin um miðjan febrúar. Stjórn Byggðastofnunar kemur saman til fundar þá.
Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, segist ekki geta svarað því hvort að ákvörðun verði tekin á fundinum. Tveir sóttu um Þingeyrarkvótann, Íslenskt sjávarfang ehf. og Útgerðarfélagið Otur ehf. Aflaheimildir Byggðastofnunar á Þingeyri eru allt að 400 þorskígildistonn.
Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, segist ekki geta svarað því hvort að ákvörðun verði tekin á fundinum. Tveir sóttu um Þingeyrarkvótann, Íslenskt sjávarfang ehf. og Útgerðarfélagið Otur ehf. Aflaheimildir Byggðastofnunar á Þingeyri eru allt að 400 þorskígildistonn.