25.12.2011 - 12:00 | JÓH
Aðstoð óskast á jólaball Höfrungs
Hið árlega jólaball Höfrungs verður haldið í Félagsheimilinu þann 28.desember kl. 16:00. Að vanda verður dansað í kringum jólatréð, boðið upp á kakó og meðlæti og heyrst hefur að jólasveinarnir ætli að gera sér ferð í Dýrafjörðinn. Íþróttafélagið Höfrungur óskar eftir liðsauka þennan dag, bæði til að skreyta salinn og til að aðstoða á sjálfu jólaballinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigmund í s. 863-4235 eða á netfangið sigmfth@simnet.is.