A A A
  • 1975 - Ţuríđur Steinarsdóttir
  • 1991 - var golfklúbburinn Gláma stofnađur
20.06.2016 - 07:56 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Ađ afloknum 17. júní 2016

Ein af mörgum bókum sem Vestfirska forlagiđ hefur gefiđ út um forsetann frá Hrafnseyri.
Ein af mörgum bókum sem Vestfirska forlagiđ hefur gefiđ út um forsetann frá Hrafnseyri.
« 1 af 2 »

Að afloknum 17. júní kemur í ljós að lítið er fjallað um mann dagsins í fjölmiðlum, Vestfirðinginn Jón Sigurðsson. Í sumum þeirra er hann bara alls ekki nefndur á nafn. Þingeyrarvefurinn virðist vera nokkur undantekning í þessum efnum. Þar er að jafnaði fjallað um frelsisforingjann frá ýmsum sjónarhornum allan ársins hring. Ekki síst í kringum 17. Júní. Hér kemur eitt sjónarhornið.  

Jón Sigurðsson var glæsilegur forystumaður og hversdagsmaður í senn

 

Eftir lauslega athugun er hvorki að sjá að við Íslendingar höfum tekið okkur fyrir hendur að gera alþýðlegan né fræðilegan samanburð á Jóni Sigurðssyni og frelsishetjum annarra þjóða og má merkilegt kalla, jafnvel með ólíkindum. Má þó vera að einhver hafi komið því í verk.

   Margar þjóðhetjurnar börðust fyrir frelsi landa sinna á vígvelli og síðan ekki söguna meir. Þegar því verki lauk fóru sumir þeirra heim og lögðu sig ef svo óvirðulega mætti komast að orði. En okkar maður, útnesjamaðurinn að vestan, sem ekki var nein venjuleg þjóðhetja, heldur glæsilegur forystumaður og hversdagsmaður í senn, með báða fætur á jörðinni, hafði bæði lag og visku til að vísa mönnum leið í nánast öllum þjóðmálum sem einhverju skipta. Og nánast hvert sem litið er í íslensku þjóðlífi í dag má kenna áhrifa frá honum.   
  

   Ekki man ég betur en Sigurður Líndal hafi varpað því fram á Hrafnseyri á sínum tíma að gera þyrfti fræðilegan samanburð á Jóni Sigurðssyni og frelsishetjum annarra þjóða. Það væri nógu forvitnilegt. Hvað segja menn um George Washington, Garibaldi og Símon Bolivar svo dæmi séu nefnd, í samanburði við okkar mann? Hermennska var auðvitað meira og minna snar þáttur í lífi og starfi þessara manna. Okkar maður klæddist að vísu hermannabúningi undir kóngsins magt og kom mörgum á óvart þegar Guðjón Friðriksson upplýsti það í ævisögu Jóns að hann skyldi hafa verið fullgildur soldát númer 31 í fjórðu herdeild Danakonungs, Kongens Livkorps. En það var víst mest að nafninu til.

 "Ég hef aldrei haft neitt á móti Danmörku eða Dönum almennt og enn síður ráðist á þá. Aftur á móti hef ég af eigin rammleik reynt að varpa ljósi á samband Íslands og Danmerkur og stuðla að því að taka megi enda sú óstjórn, sem óneitanlega hefur viðgengist og ríkir enn á Íslandi, og allir hafa viðurkennt sem hafa tjáð sig um íslensk málefni í mörg hundruð ár. Að ég sé kominn í andstöðu við núverandi stefnu danskra stjórnvalda í íslenskum málum er rétt, en andstaða mín hefir alltaf verið grundvölluð á nákvæmum rannsóknum og rökum."

    Svo skrifaði útnesjamaðurinn og karlssonurinn að vestan sem fór út í heim með nesti og nýja skó.

Skyldu þeir vera margir frelsisforingjarnir sem á jafn meistaralegan hátt túlkuðu baráttu sína í hnotskurn? Og það sem meira er: Skyldu það hafa verið margar herraþjóðir í sögunni sem hlustuðu og tóku mark á slíkum málflutningi líkt og Danir gerðu?    

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30