Á vettvangi dagsins: - Varp fugla hefur lánast vel í vor og hettumávurinn veður um allt!
Varp fugla hefur almennt gengið vel hér um slóðir í vor. Bæði staðfugla og farfugla. Hvarvetna þar sem maður leggur leið sína er mikið af ungum: Spóinn, lóan, þrösturinn, maríuerlan, hrossagaukurinn, óðinshaninn og jaðrakaninn, tjaldurinn, æðarfuglinn, músarrindillinn. Og allir þeir. Að ekki sé nú talað um hrafninn. Meira að segja krían er með slatta af ungum núna. Það er ekki nokkur spurning. Sumsstaðar er bara svoleiðis simfóníusöngurinn í náttúrunni!
Jæja. Já. En svo er það hettumávurinn. Það er svoleiðis ofboð af honum að enginn skilur neitt í neinu. En múkkinn sést eiginlega hvergi. Hettumávurinn aftur á móti allsstaðar! Farið var á Ísafjörð í gær. Kallarnir að slá og snúa. Ekkert nema hettumávur í slægjunni. Hvað er að gerast? Við gömlu spekingarnir, smalarnir og hettumávarnir skiljum hvorki upp né niður. Hettumávur, hettumávur, hettumávur!
Skildi Davíð vita af þessu?