A A A
  • 1930 - fæddist Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi Forseti Íslands
18.08.2017 - 17:27 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

ÁGÚST G. ATLASON LJÓSMYNDARI ER BÆJARLISTAMAÐUR ÍSAFJARÐARBÆJAR 2017

Ágúst G. Atlason. Mynd: Magnús Andersen
Ágúst G. Atlason. Mynd: Magnús Andersen

Við hátíðlega athöfn á Suðureyri að kvöldi þess 11. ágúst sl. var Ágúst G. Atlason ljósmyndari tilnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2017.

Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ er tilnefning rökstudd með þessum hætti:

 „Ágúst G. Atlason er ljósmyndari frá Mediaskolerne i Viborg og hefur um nokkurra ára skeið lagt ljósmyndalistinni til hæfileika sína og skrásett á mynd jafnt mannlíf, landslag, veðurfar og mannvirki í bæjarfélaginu og víðar með mikilli natni, svo að víða er tekið eftir.

 Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur að þótt ljósmyndalistinni hafi verið vel sinnt í bæjarfélaginu í gegnum tíðina og að nokkrir þekktustu ljósmyndarar landsins hafi verið og séu úr bæjarfélaginu og hafi skilið eftir sig mikla sögu sem mun varðveitast til framtíðar, hafi Ágúst síst látið sitt eftir liggja þegar kemur að einstökum ljósmyndum úr náttúru og mannlífi Vestfjarða.

 Ágúst hefur næmt auga fyrir fegurðinni sem er í kringum okkur og hefur jafnframt verið afkastamikill við að vekja athygli á henni og á fyrir það skilið sérstaka viðurkenningu sem nefndin veitir hér með með þakklæti auk þess sem Ágúst er hvattur til að halda áfram góðu starfi.“


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30