A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
10.08.2017 - 11:49 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Act alone

ACT ALONE á Suðureyri hefst í kvöld

Fjórtánda  -Act alone-  listahátíðin hefst í dag.
Fjórtánda -Act alone- listahátíðin hefst í dag.

Fjórtánda Act alone listahátíðin á Suðureyri hefst í dag og fer af stað af miklum metnaði.

Hið hefðbundna fiskismakk í félagsheimilinu hefst kl. 19:00 og í kjölfarið verður frumsýning á Fjallkonunni og um það verk segir á vef Act alone :

Fjallkonan er einleikur eftir leikkonuna og leikstjórann Heru Fjord sem hefur síðustu ár kynnt sér vel sögu langalangömmu sinnar Kristínar Dahlstedt sem fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði. Kristín fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði um matseld og veitingarekstur en kom aftur til Íslands árið 1905 og rak eigin veitinga og gistiheimili í Reykjavík í hálfa öld, oftast undir nafninu Fjallkonan á Laugaveginum. Kristín var mikill frumkvöðull og lét ekki mótlæti stöðva sig en í verkinu speglar Hera sig í lífi langalangömmu sinnar ásamt því að velta fyrir sér sínu eigin lífi.

Næsta dagskrálið þarf vart að kynna en þar fer okkar eigin Elfar Logi á kostum sem Gísli á Uppsölum

Kvöldinu er svo lokað með ljóðalestri Eyrúnar Ósk Jónsdóttur sem mun flytja ljóð úr ljóðabók sinni Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar. Ljóðin fjalla um lygar sem fullorðnir segja við börn, hættulega barnaleiki og bernskubrek. Í verkinu fjallar Eyrún á óvæginn hátt um ýmislegt úr eigin bernsku og lætur allt flakka.

Dagskrá má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar.

Ókeypis akstur

Það ætti að vera einfalt að komast frá Ísafirði til Suðureyrar til að njóta listviðburða helgarinnar því það er boðið upp á fríar ferðir milli þessara bæja.

Áætlun er sem hér segir:

Fimmtudagur 10. ágúst

Ísafjörður brottför kl.18.30

Suðureyri brottför kl. 23.59

 

Föstudagur 11. ágúst

Ísafjörður brottför kl. 15.30

Ísafjörður brottför kl. 19.00

Suðureyri brottför kl. 01.00

 

Laugardagur 12. ágúst

Ísafjörður brottför kl. 12.30

Suðureyri brottför kl. 17.00

Ísafjörður brottför kl. 18.30

Suðureyri brottför kl. 01.00


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31