A A A
01.12.2017 - 21:32 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

99 ÁR FRÁ FULLVELDINU

Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.
Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.

Í dag, 1. desember 2017, minnist íslenska þjóðin að 99 ára eru frá fullveldi Íslands.
Þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki.
Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.

Þrátt fyrir að áralangri baráttu hafi verið lokið með fullveldi landsins var lítið um hátíðahöld þegar haldið var upp á fullveldisdaginn í fyrsta sinn árið 1918, enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður frostaveturinn mikli. Katla gaus einnig frá 12. október til 4. nóvember og seint í október barst drepsótt sú sem kölluð var spánska veikin til landsins og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa útisamkomu við þessar aðstæður.

Á næsta ári verða 100 ár frá fullveldi landsins og Alþingi samþykkti í fyrra halda upp á aldarafmælið með víðtækum hætti.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30