A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
Hjónaballsnefndin er í góðum gír að undirbúa afmælishjónaball. Fjöldi fólks hefur skráð sig svo nú vonum við að veðrið leiki við okkur svo allir geti mætt.

Forsala aðgöngumiða,verður föstudaginn 31. okt. í Félagsheimilinu kl. 20:00 - 21:00.

Matseðillinn verður þessi:
Skógarsveppasúpa af Söndum, með smábrauði.
Hangikjöt úr reykkofanum á Kirkjubóli eins og fyrir 80 árum, með tilheyrandi meðlæti.
Lambasteik og purusteik, með gómsætu meðlæti.
Kaffi og  konfekt.

Á miðnætti verður boðið upp á heimalagaðan ís með heitum og köldum íssósum.

Hlökkum til að taka á móti öllum gestum.

Nefndin.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30