A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
02.02.2017 - 07:58 | Vesturland,Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

40 ára ártíð Marsellíusar Bernharðssonar

Marsellíus Bernharðsson (1897 - 1977)
Marsellíus Bernharðsson (1897 - 1977)

Marsellíus Sigurður Guðbrandur Bernharðsson, var fæddur að Kirkjubóli í Valþjólfsdal við Önundarfjörð 16. ágúst 1897.
Elstur 8 barna hjónanna Sigríðar Finnsdóttur og BernharðsJónssonar, sem þá buggu að Kirkjubóli.

Að Kirkjubóli stóð vagga hans og þar sleit hann fyrstu bernskuskónum. Þar lá leið hans inn í nýja öld. Öldina sem leiddi til endanlegs sigurs í frelsisbaráttu íslendinga. Old íslensks atvinnurekstrar og íslenskra framfara.

Átta ára gamall flutti Marsellíus með foreldrum sínum að Hrauni á Ingjaldssandi yst í Önundarfirð- inum, þar sem norðan stormurinn og stórhríðarnar buldu harðast á húsum og úthafsaldan brotnaði í himinháum sköflum við hvítan sandinn.

Þar lærði hann að takast á við óblíð náttúruöflin og berjast til þrautar, því á stóru heimili voru mörg verkin, sem vinna þurfti, en dugnaður Marsellíusar, atorka og útsjónarsemi komu snemma í ljós. Þær eigindir í fari hans, sem fylgdu honum um langa starfsævi allt til endaloka Hfsins. Han n var foreldrum sínum mikil stoð í uppvextinum og var farinn að sækja sjóinn um fermingaraldur. Þar stundaði hann sjóróðra um tveggja ára skeið.

En þessi athafnasami ungi maður, vissi að stórir atburðir voru að gerast víða á Islandi. Þjóðin var að vakna af dvalanum og stórvirki byðu athafnasamra rnanna. Hann hleypti því heimdraganum 16 ára og hélt til ísafjarðar höfuðstaðar Vestfjarða og eins niesta framfarabæjar landsms á þeim tíma.

Þar réðist hann sem háseti á skútur og stundaði fiskveiðar um tíma og þótti með eindæmum aflasæll skakari. Á milli vertíða vann hann viðsmíðar, fyrst hjá Ásgerisverslun og síðar hjá Hinum sameinuðu íslensku verslunum, sem keyptu eignir Ásgeirsverslunar 1. desember 1918.

Þann tima sem hann stundaði sjóinn var hann aðallega með skipstjórunum Birni Kristjánssyni á Geysi og Guðmundi Júní á Sóley, annáluðum afla og sóknarmönnum.

Árið 1920 flytur Marsellíus búsetu sína til Isafjarðar þar sem hann bjó alla tíð síðan. Þá um veturinn hóf hann störf á timbur- og viðgerðaverkstæði Hinna sameinuðu íslensku verslana. Þar var þá yfirmaður danskur járnsmiður Petersen að nafni. Vann Marsellíus undir hans stjórn framan af árinu, en þegar Petersen flutti bú- ferlum til Danmerkur um haustið, tók Marsellíus við starfi hans.

Þar starfaði hann þar til fyrirtækið hætti störfum árið 1927.

ÚTGERÐ OG FISKVINNSLA

Marsellíus hafði með ráð- deild, sparnaði og mikilli vinnu lagt fyrir nokkuð fé.

Þótti honum nú þegar Sameinuðu hættu störfum rétti tíminn að hefjast handa við eigin atvinnurekstur. Keypti hann allar 6 fiskiskútur Sameinuðu en það voru 12-1 8 lesta vélalaus seglskip. Setti hann í þær vélar og gerðist umsvifamikill útgerðarmaður.

Þar með hefst athafnasaga eins atorkusamasta atvinnurekanda ísafjarðar. Hann hófst þegar handa við fiskikaup og fiskverkun samhliða útgerðinni. Keypti hann fiskin um allt Djúp og norður um, allt til Siglufjarðar.

Þurkaði hann fiskinn á athafnasvæði sínu áTorfnesi og seldi fullverkaðan saltfisk til útlanda. Va r hann um tíma umsvifamesti fiskverkandi á Vestfjörðum og flutti út allt upp í 4000 skippund af fullverkuðum saltfiski á ári.

Á þessum árum bjó hann með fjöldskyldu sinni í tveggjaherbergja íbúð í suðurenda Aðalstrætis 15, en það hús keypti hann af Sameinuðu. Hann átti einnig húsið að Aðalstræti 13, sem þá stóð nær sjónum en nú er. Marsellius byggði kjallaran, sem það stendur nú á og fluttí húsið á hann.

Þar í kjallaranum hafði hann smíðaverkstæði og fékkst við ýmiskonar smíðar jafnhliða útvegsmálunum.

Um l93 0 fór heimskreppan að segja til sín hér á íslandi. Marsellíus eins og svo fjölmargir aðrir komst í greiðsluþrot skulda sem óbilgjamir kröfuhafar vildu ekki fresta innheimtu á.

Þar sem bankinn treysti sér ekki til að hlaupa undir bagga, þrátt fyrir trygg og góð veð og þótt allt að 200 manns starfaði hjá fyrirtækinu á sjó og í landi, varð Marsellíus að gefa sig upp sem gjald- þrota.

Að morgni uppboðsdagsins fór Marsellíus snemma morguns til viðgerða á noskum selfangara, sem lá illa brotinn við Edinborgarbrygguna eftir átökin við heimskautaísinn.

Þar um borð voru menn, sem þurftu að komast fljótt aftur til veiða til að sjá fjöldskyldum sínum heima í Noregi farborða.

Þegar líða tók á daginn, sjá Norðmennirnir hvar drýfur að múgur og margmenni og safnast að húsi við fjörukambinn ekki langtfrá. Þeir spurðu skipasmiðinn, hvað þarna væri á seiði. „Það er verið að bjóða upp hjá mér", svaraði hann án þess að líta upp frá eikinni, sem hann var að höggva til. Þeir horfðu þögglir á þennan duglega smið, sem dögum saman hafði keppst við að gera skip þeirra sjóklárt og bjarga þar með afkomu þeirra, síðanröltu þeir upp bryggjuna og fylgdust með er uppboðshamarinn féll og eigur fjöldskyldunar hurfu smátt og smátt;

Í eldhúsinu sáu þeir standa hnarreista þreklega konu, sem fylgdist hljóð með því sem fram fór. Fimm lítil börn vöppuðu hrædd í kringum hana. Eitt þeirra læddist hljóðlega til mömmu sinnar og kvíslaði: „Hvað verður um okkur mamma , verðum við líka seld?". „Nei barnið mitt, enginn mun nokkurn tímann taka ykkur frá mér," svaraði hún stillilega.

Þegar uppboðinu var lokið, bátarnir seldir, stöðin seld, húsið selt og þeir innanstokksmunir, sem lög leifðu að seldir væru, löbbuðu norsku selveiðimennirnir aftur um borð. Einhver þeirra gekk til skipasmiðsins og sagði honum i iágum hljóðum 'að allt vær' um garð gengið.

Marsullíus var þá að ljúka við að fella eikarplankann á sinn stað. Hann leit upp frá starfi sínu og sagði að bragði: „Jæja ætli ekki sé komið kaffi. Komið bara með mér hún Alberta hlýtur að eiga einhvað á könnunni".

Síðan tók hann þá alla með sér heim, þar sem þeim var tekið með þeirri gestrisni sem aldrei hefur brostið á heimili þessara samhuga hjóna Marsellíusar og Albertu.

Fáum dögum seinna héldu þeir svo úr höfn á viðgerðu skipi sínu, til átaka við haf og ís. Þeir vissu að sú viðgerð dyggði, sem þessi smiður hafði að unnið. En þannig var öll skaphöfn Marsellíusar. Aldrei að gefast upp. Aldrei að æðrast. Ekkert sút þótt á móti blési. Munnan a þurfti að metta og nóg voru verkin að taka hendi til.


 

Blaðið Vesturland 12. mars 1977.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31