A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
28.06.2016 - 06:43 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

20. ágúst 2006 - Þingeyrarflugvöllur endurnýjaður

Frá Þingeyrarflugvelli  2006.
Frá Þingeyrarflugvelli 2006.
« 1 af 2 »

„Þingeyrarflugvöllur var formlega opnaður í gær eftir endurbætur sem hófust á vordögum 2005. Völlurinn þjónar nú sem eins konar varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll og eykur rekstraröryggi áætlunarflugs þangað. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði við athöfn í flugstöðinni að völlurinn myndi auka möguleika í innanlandsflugi og kvaðst vona að hann ýtti undir vöruflutninga með flugvélum.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, upplýsti að með endurbótunum yrði Þingeyrarflugvöllur nú ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir áætlunarflug til Ísafjarðar. Allmarga daga á ári hverju væri ófært til Ísafjarðar en mögulegt að lenda á Þingeyri sem þýddi öruggari ferðir þótt aka þyrfti farþegum milli fjarða sem tæki ekki svo langan tíma.“

    Ofangreinda frásögn má lesa á vef Innanríkisráðuneytis Íslands

 

Tæplega þrjátíu flugferðir til Ísafjarðar féllu niður í maí 2016

 

„Tæplega þrjátíu flugferðir féllu niður til Ísafjarðar í maí 2016, það gerðist níu sinnum í sama mánuði í fyrra. Formaður bæjarráðs á Ísafirði telur að breyttur flugfloti Flugfélags Íslands hafi áhrif á flugáætlun vestur. Því hefur framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands vísað á bug.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill að unnið verði að framtíðarsýn flugsamgangna til Ísafjarðar. Bæjarráðið telur breyttan flugflota Flugfélags Íslands hafa haft veruleg áhrif á flugið til Ísafjarðar því nú geta einungis tvær vélar lent á Ísafjarðarflugvelli þar sem nýju vélarnar eru of stórar. Arna Lára Jónsdóttir er formaður bæjarráðs.: „Bæjarbúar hafa náttúrlega bara fundið verulega fyrir því að þjónustan er bara alls ekki ásættanleg, það er verið að fella niður flug, það er verið að seinka flugum og við erum á minni vélum og það er bara uppselt langt fram í tímann, svo fólk á bara orðið mjög erfitt með að komast til og frá Ísafirði.“

Ofangreind frásögn birtist á bb.is fyrir skömmu.

Eftir þennan lestur vakna ýmsar spurningar.

Til dæmis þessi:

Til hvers var verið að endurnýja Þingeyrarflugvöll?


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31