A A A
15.05.2017 - 07:26 | Björn Ingi Bjarnason,Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

Frá aðalfundi Landvarðafélagsins í vor. F.v.: Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Júlía Björnsdóttir, landvörður.
Frá aðalfundi Landvarðafélagsins í vor. F.v.: Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Júlía Björnsdóttir, landvörður.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að ráðast í átak í landvörslu í sumar. Verður 160 milljónum veitt aukalega til landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem fjölsóttir eru af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma.

Aukin landvarsla og umsjón með viðkvæmum svæðum er að mati ráðuneytisins ein skilvirkasta leiðin til að vernda náttúru Íslands nú þegar stefnir í metár í heimsókn ferðamanna til landsins. Viðvera landvarða er einnig öryggismál og er ekki síst mikilvæg á þeim svæðum sem enn vantar upp á að innviðir séu fullnægjandi.

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður munu hafa umsjón með verkefninu sem beinist m.a. að lengingu viðveru landvarða nú í vor og haust í samræmi við lengingu ferðamannatímabilsins. 

 

 

« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31