A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
26.01.2016 - 08:53 | Vestfirska forlagið,skutull.is

150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar í dag - 26. janúar 2016

Hæstikaupstaður og prestsetrið á Eyri árið 1867. Mynd: Sigfús Eymundsson.
Hæstikaupstaður og prestsetrið á Eyri árið 1867. Mynd: Sigfús Eymundsson.
Ísafjörður á 150 ára kaupstaðarafmæli í dag, þriðjugaginn 26. janúar 2016.

Haldinn verður sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í tilefni dagsins. Það var árið 1866 sem Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi með sérstökum lögum sem undirrituð voru af danska konunginum þennan dag, efti að Alþingi hafði mælt með því. Á þeim tíma hafði Alþingi Íslendinga ekki löggjafarvald, heldur var það einungis til ráðgjafar fyrir konung Danaveldis, sem Ísland tilheyrði. Ísafjörður var þriðji kaupstaður landsins á eftir Reykjavík og Akureyri. Hátíðahöld til að minnast 150 ára kaupstaðarafmælisins verða í júlí í sumar. Þá verður þess minnst um leið að 20 ár eru síðan Ísafjarðarbær varð til með sameiningu 6 sveitarfélaga árið 1996.


Ísafjörður var reyndar einn af fimm kaupstöðum sem settir voru á fót hér á landi með konungstilskipun árið 1786, þegar einokunarverslun Dana á Íslandi var lögð niður. Þá ákvað konungur að leyfa öllum þegnum danska ríkisins að setja á fót verslun eða iðnaðarverkstæði í sex kaupstöðum á landinu. Þeir voru Ísafjörður, Grundarfjörður, Reykjavík, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Árið 1816 og þar um kring tók konungur til baka kaupstaðarréttindi allra bæjanna nema Reykjavík, sem urðu þá ósköp venjulegir verslunarstaðir. Akyreyri fékk aftur kaupstaðaréttindi 1860 og Ísafjörður 1866. Þá voru íbúar á Tanganum um 260 talsins. Ísafjörður var næstu áratugi einn af þremur helstu kaupstöðum landsins.
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30