A A A
  • 1943 - Kristján Gunnarsson
24.02.2017 - 18:05 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ,Einar Guđfinnsson

100 ţúsund hágćđa máltíđir á dag frá Bíldudal

Frá Bíldudal.
Frá Bíldudal.

„Nú í ár slátr­um við 10.000 fisk­um á dag og flytj­um út 5-6 daga vik­unn­ar um 100 þúsund hágæða máltíðir að vest­an á dag, eða á bil­inu 40-50 tonn af slægðum laxi,“ seg­ir Kjart­an Ólafsson stjórnarformaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í gær.

Arn­ar­lax slátraði 6.000 tonn­um af laxi á síðasta ári, en á þessu ári er stefnt að 10.000 tonna fram­leiðslu. Á næstu þrem­ur til fimm árum er stefnt að því að tvö­falda þá tölu og fram­leiða ná­lægt 20.000 tonn­um.

Síðasta ár var hagfellt

Fram kemur í viðtalinu að fyrirtækið hafi hagnast á síðasta ári um 2,7 millj­arða ís­lenskra króna fyr­ir skatta, þó svo að laxaslátrun hafi ein­ung­is haf­ist hjá fyr­ir­tæk­inu á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Hagnaðartal­an er feng­in með svo­kallaðri „Fair Value“-út­reikniaðferð, en þar er líf­mass­inn í kví­um fyr­ir­tæk­is­ins met­inn á markaðsvirði. Þetta er í sam­ræmi við alþjóðlega reikn­ings­skil­astaðla, IFRS, og kem­ur fram í upp­gjöri norska eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Salm­ar AS, sem er hlut­hafi í Arn­ar­laxi og skráð í kaup­höll­inni í Ósló.

Spurður að því hvort grein­in sé kom­in á beinu braut­ina, eins og í Fær­eyj­um og Nor­egi til dæm­is, seg­ist Kjart­an vilja fara var­lega í slík­ar full­yrðing­ar. „Grein­in hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar. Í Fær­eyj­um tóku menn tvær kollsteyp­ur áður en þeir komust á beinu braut­ina. Það eina sem ég get sagt er að síðasta ár var mjög hag­fellt hjá okk­ur, aðstæður á mörkuðum voru góðar, verð á laxi er hátt, og það er fátt sem bend­ir til ann­ars en að það muni hald­ast þannig.“

Búum að traustri grunngerð

Kjart­an seg­ir að Íslend­ing­ar búi að traustri grunn­gerð í fisk­in­um, sölu­ferl­ar, dreifi­leiðir, starfs­fólk og annað sé til staðar. „Það er þó margt óunnið í upp­bygg­ingu grein­ar­inn­ar og í þessu sam­tali við sveit­ar­fé­lög og sam­fé­lagið. Það eru áskor­an­ir eins og laxal­ús­in og gena­blönd­un ef fisk­ar sleppa úr kví­um. Núna fyrst eru að verða til tekj­ur til skipt­anna úr rekstr­in­um til að nota til að byggja upp ytra um­hverfið, eins og gott eft­ir­lit og aðhald, og ná sátt um grein­ina“, segir Kjartan Ólafsson í samtali við ViðskiptaMoggann.


 
« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31