Sumarskemmtun
Félagsmiðstöðvar Ísafjarðarbæjar ásamt félagsmiðstöðinni í Bolungarvík ætla að gera sér glaðan dag á Þingeyri næstkomandi föstudag. Dagskráin hefst klukkan 16:00 í Félagsheimilinu á Þingeyri, þar sem fram fer spurningakeppni í anda Gettu betur og Útsvars. Hver byggðarkjarni sendir frá sér eitt lið, en auk þess munu kennarar tefla fram einu liði.
Öllum er frjálst að mæta á spurningakeppnina, en miðaverð á hana er 500kr. fyrir 16 ára og eldri og hvetjum við sem flesta til að mæta og skemmta sér með okkur.
Öllum er frjálst að mæta á spurningakeppnina, en miðaverð á hana er 500kr. fyrir 16 ára og eldri og hvetjum við sem flesta til að mæta og skemmta sér með okkur.
- Hvar?
Félagsheimilinu, Þingeyri - Hvenær?
6. maí - Klukkan?
16:00