Halldórs Högna mót
Íþróttafélagið Ívar heldur sitt árlega Halldórs Högna mót í boccia í íþróttahúsinu á Þingeyri kl. 11.00 á morgun, sunnudag. Ívar hefur um árabil staðið fyrir mótinu á vorin í góðri samvinnu við íþróttafélagið Höfrung á Þingeyri. Nýjasta aðildarfélagi HSV er boðið að taka þátt í mótinu. Keppt verður í sveitakeppni um farandbikar sem gefinn var af Halldóri Högna Georgssyni. Ekkert þátttökugjald er á mótinu og allir eru velkomnir!
- Hvar?
Íþróttamiðstöðin, Þingeyri - Hvenær?
15. maí - Klukkan?
11:00
Fyrirlestur um streitu samfara áföllum og sorg
Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur flytur fyrirlestur í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju n.k. mánudagskvöld kl. 20 um streitu samfara áföllum og sorg. Bryndís hefur sérhæft sig í streitutengdum kvillum, kvíða, áföllum, sorg og heilsutengdum breytingum. Jafnframt hefur hún reynslu af vinnu með þunglyndi, lágt sjálfsmat og meðvirkni. Bryndís heldur einnig námskeið fyrir syrgjendur. Hún lauk Cand.Psych. prófi frá Árósarháskóla árið 2006 og sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2010.
Fyrirlesturinn er haldinn í boði Vestfjarðaprófastsdæmis og er fólk hvatt til að nýta sér tækifærið til að kynna sér þetta áhugaverða efni og bera fram spurningar til sálfræðingsins.
Fyrirlesturinn er haldinn í boði Vestfjarðaprófastsdæmis og er fólk hvatt til að nýta sér tækifærið til að kynna sér þetta áhugaverða efni og bera fram spurningar til sálfræðingsins.
- Hvar?
Safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju - Hvenær?
9. maí - Klukkan?
20:00
Dagur harmonikkunnar
Höldum upp á harmonikkudaginn, sunnudaginn 8. maí, í félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikkutónar, fiðlutónar, ásamt aðstoðarhljóðfæraleikurum. Kvenfélagskonur verða með kaffi og rjómavöfflur á vægu verði. Dagskráin hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Harmonikkukarlarnir Lóa og Líni.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Harmonikkukarlarnir Lóa og Líni.
- Hvar?
Félagsheimilinu, Þingeyri - Hvenær?
8. maí - Klukkan?
15:00
Karlakórinn Ernir í Salnum, Kópavogi
Karlakórinn Ernir heldur tónleika í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag. Tónleikarnir hefst kl. 17:30 og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Stjórnandi kórsins er Beáta Joó og undirleikari er Margrét Gunnarsdóttir. Hægt er að kaupa miða á tónleikana á www.salurinn.is.
- Hvar?
Salnum, Kópavogi - Hvenær?
7. maí - Klukkan?
17:30
Viltu rækta ávaxtatré?
Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur á Akranesi flytur fræðsluerindi um ræktun ávaxtatrjáa við íslenskar aðstæður.
Aðgangseyrir: 2.000 kr. - í seðlum.
Áhugasamir þurfa að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á póstfangið: skjolskogar@skjolskogar.is
Skógræktarfélag Dýrafjarðar
Aðgangseyrir: 2.000 kr. - í seðlum.
Áhugasamir þurfa að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á póstfangið: skjolskogar@skjolskogar.is
Skógræktarfélag Dýrafjarðar
- Hvar?
Félagsheimilinu, Þingeyri - Hvenær?
7. maí - Klukkan?
16:00
Sumarskemmtun
Félagsmiðstöðvar Ísafjarðarbæjar ásamt félagsmiðstöðinni í Bolungarvík ætla að gera sér glaðan dag á Þingeyri næstkomandi föstudag. Dagskráin hefst klukkan 16:00 í Félagsheimilinu á Þingeyri, þar sem fram fer spurningakeppni í anda Gettu betur og Útsvars. Hver byggðarkjarni sendir frá sér eitt lið, en auk þess munu kennarar tefla fram einu liði.
Öllum er frjálst að mæta á spurningakeppnina, en miðaverð á hana er 500kr. fyrir 16 ára og eldri og hvetjum við sem flesta til að mæta og skemmta sér með okkur.
Öllum er frjálst að mæta á spurningakeppnina, en miðaverð á hana er 500kr. fyrir 16 ára og eldri og hvetjum við sem flesta til að mæta og skemmta sér með okkur.
- Hvar?
Félagsheimilinu, Þingeyri - Hvenær?
6. maí - Klukkan?
16:00