A A A
  • 1940 - Svanberg Einarsson
  • 1959 - Ragnar Ólafur Guđmundsson
  • 1965 - Egill Eiríksson
13.06.2012 - 09:24 | Hallgrímur Sveinsson

500 tonna frumbyggjaréttur

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Án nokkurs kinnroða hafa menn selt óveiddan fisk í sjónum hér vestra fyrir jafnvel milljarða, beint fyrir framan nefið á saklausum sérfræðingum í fiskvinnslu og sjósókn, sem við það hafa misst frumburðarrétt sinn og lepja síðan dauðann úr skel. Greifarnir hafa tilkynnt þetta samdægurs og pillað sig svo í burtu með seðlana í sekkjum, ef svo mætti segja. Síðan er sett á langvarandi vinnslustöðvun. Hvað skyldi það nú merkja?...
Meira
07.06.2012 - 15:51 | Hallgrímur Sveinsson

Eru Vestfirđingar hćttir ađ geta rifiđ kjaft?

Þegar mætast stálin stinn í ágreiningsmálum verða menn að semja svo báðir megi sæmilega við una. Þar dugar ekki að annar valti yfir hinn. Útvegsbændur telja sig aðkreppta núna og segja að stefni í óefni hjá þeim. Vel má svo vera hjá þeim sumum. Nú verður löggjafinn að vanda sig og reyna að láta sem flesta njóta sannmælis.


En það er eitt í allri þessari yfirþyrmandi umræðu sem menn virðast alveg gleyma að nefna. Það er hið merkilega ákvæði í lögum, að kvótagreifarnir geta selt frumburðarrétt þeirra sem næstir þeim eru, jafnvel hundruða manna, án þess nokkur geti rönd við reist. Þetta þekkja Vestfirðingar manna best og má undarlegt telja að þeir skuli ekki löngu vera búnir að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.

...
Meira
10.04.2012 - 14:25 | Bjarni Guđmundsson

Merkileg bók – um dýrfirskt efni

Bjarni Guđmundsson
Bjarni Guđmundsson
Í vetur kom út bók sem heitir Undir miðnætursól - Amerískir lúðuveiðarar við Ísland 1884-1897 eftir Jóhann Diego Arnórsson. Eins og aðrar góðar bækur fór bókin ekki mjög hátt í bókaumræðu jólanna. Ég geymdi mér fram á veturinn að lesa hana.

Eins og aðrir sem vaxnir eru upp við Dýrafjörð hafði ég heyrt mikið um þessa framandi sjómenn. Til dæmis hafði það alltaf sérstök áhrif að lesa hin erlendu nöfn á legsteinunum í Sandakirkjugarði. Vertshúsið minnti á þessa tíma. Hamóna, liggjandi í fjörunni fram af skólanum, sagði líka sína sögu og las ég ekki í greinum eftir Ólaf skólastjóra Ólafsson um sitt hvað af því sem Íslendingar hefðu lært af samneyti við hina erlendu sjómenn og vist í skiprúmi með þeim?

...
Meira
04.01.2012 - 00:02 | Dađey Arnborg Sigţórsdóttir

Jólatré

Jólatréđ á Ţingeyri
Jólatréđ á Ţingeyri
« 1 af 2 »
Nú, sem oft áður, skartar Þingeyri sínu fegursta. Það hefur snjóað ríkulega og því er alhvít jörð. Jólaljósin sem bæjarbúar lögðu sig fram við að setja upp hjá sér í nýliðnum desembermánuði loga enn. Það þarf nú ekki að furða sig á því, enda er bara 10 dagur jóla, eða 3. janúar.


Ég verð samt að velta því fyrir mér hvort að jólin séu eitthvað styttri á Ísafirði, eða hvort þar sé eitthvað annað tímatal í gangi? Það er ekki nema von að þið undrist þessar vangaveltur, a.m.k þeir sem leggja ekki leið sína reglulega hingað yfir. Ef þið hinsvegar ættuð leið um bæinn, eða gefið ykkur örfáar sekúndur til að skoða meðfylgjandi ljósmynd, þá mynduð þið fljótt átta ykkur hversvegna mér er spurn...

...
Meira
21.12.2011 - 10:57 | Hallgrímur Sveinsson

Menningin blómstar ţó fólkinu fćkki

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Merkilegt má það kalla að þó íbúum Vestfjarða fækki sífellt og fækki, blómstrar menningin sem aldrei fyrr í fjórðungnum. Tónlist, myndlist, leiklist, sönglist og aðrar listir og menningarstarfsemi, jafnvel bókaútgáfa, eru í miklum blóma í þessum sérstæða hluta Íslands. Það jaðrar við að segja megi að það séu eins og hver önnur forréttindi að fá að búa á Vestfjörðum í menningarlegu tilliti.

Það er til dæmis ekki einleikið hvað Karlakórinn Ernir er framúrskarandi léttur, leikandi og kraftmikill í sinni list, hvað sem á dynur í atvinnu- og byggðamálum, að ekki sé nú talað um samgöngumálin! Það sannaðist áþreifanlega á hinum árvissu jólatónleikum kórsins í Félagsheimilnu á Þingeyri á laugardaginn var fyrir fullu húsi söngglaðra Dýrfirðinga...

...
Meira
03.12.2011 - 11:10 | Sigurđur Pétursson

Hugvekja á ađventu

Sigurđur Pétursson
Sigurđur Pétursson
Góðir Dýrfirðingar, nú skartar vetrarríkið sínu fegursta hér í firðinum, þegar mjúk snjóhulan þekur hálsa og hæðir og fjöllin sem umkringja fjörðinn. Dularfull birtan í ljósaskiptunum er engu lík hér hjá okkur fyrir vestan og minna á dulúð þessa árstíma, sem ætíð hefur haft mikil áhrif á líf okkar hér við ysta haf.

Nú nálgast sá dagur þegar sólin er lægst á lofti. Frá alda öðli hafa menn haldið hátíð á þeim tímamótum, þegar daginn fer aftur að lengja og sólin tekur að hækka á ný. Þráin eftir birtunni er sameiginleg öllum þjóðfélögum á norðurhveli. Heiðnir forfeður okkar héldu jólahátíð í lok desember og kristnir menn halda upp á fæðingu frelsarans á sama tíma. Jólahátíðin í mesta skammdeginu, er jafnframt hátíð ljóssins. Andstæðurnar í náttúrunni kalla fram vonir um betri og bjartari tíð.

...
Meira
09.11.2011 - 00:12 | Hallgrímur Sveinsson

Lagđi svo á Álftamýrarheiđi međ brennivínstunnuna á bakinu

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Til skamms tíma deildu menn hart hér vestra um hvort perla Vestfjarða héti Dynjandi eða Fjallfoss. Skiptust menn í flokka og héldu margir fast með sínu nafni, þó ekki hafi hlotist af meiðingar eða mannvíg líkt og trúlega hefði gerst á Sturlungaöld. Þó enn eimi eftir af því deilumáli, má segja að tíminn hafi skorið úr um þessar nafngiftir. Einnig rannsakaði Kjartan Ólafsson, Nestor vestfirskra fræðimanna, það mál ofan í kjölinn og varð hans áliti ekki áfrýjað. En nú er komið upp annað deilumál af svipuðum toga. Í Morgunklúbbnum í sundlauginni á Þingeyri, þar sem mál eru krufin til mergjar af mikilli speki, deila menn nú hart um hvort heiðin eða skarðið milli Fossdals í Arnarfirði og Kirkjubólsdals í Dýrafirði heiti Álftamýrarheiði eða Fossdalsheiði og við sjálft liggur að þingheimur berjist, en sumir eru að vísu hlutlausir í málinu......
Meira
24.10.2011 - 23:29 | Hallgrímur Sveinsson

Ađ lesa og skrifa list er góđ

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
"Hann telur affarasælast að fyrstu fjögur ár grunnskólans séu helguð grunnþekkingu í lestri, skrift og stærðfræði til að leggja grundvöll fyrir aðrar námsgreinar síðar á námsferlinum." (Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við Háskólann í Þrándheimi)


Það var eiginlega sláandi að lesa ofangreinda tilvitnun í uppslætti á forsíðu Morgunblaðsins 13. okt. 2011, sem vel má umorða þannig, að nú þyki rétt að fara aftur að fylgja því eftir að börn læri að lesa, skrifa og reikna í yngri bekkjum í stofnunum þeim sem áður hétu barnaskólar. Í blaði allra landsmanna er einnig haft eftir prófessornum á umræddri forsíðu að breyta þurfi kennsluaðferðum og skipulagi skóladagsins á yngsta stigi grunnskóla til þess að bæta námsárangur.
Það var og.

...
Meira
19.09.2011 - 00:12 | Hallgrímur Sveinsson

Hćttiđ ţessu röfli!

Sennilega er fátt meira áríðandi á Íslandi þessa dagana en Alþingi Íslendinga álykti að láta hætta beinum sjónvarpsútsendingum frá þingfundum.

Það yrði kannski til þess, að þjóðin fengi eitthvert traust á þessari undirstöðustofnun þjóðfélagsins. Þingmenn mundu þá væntanlega hætta að fleyta kerlingar fyrir framan kjósendur sína og fara að vinna eins og menn að málefnum þjóðarinnar. Slíkt væri sérlega æskilegt. Það yrði vonandi einnig til þess að þeir hættu þessu sífellda rápi í ræðustólinn hafandi lítið sem ekkert að segja. Það er alveg magnað, að sumir okkar blessuðu þingmanna virðast halda, að því oftar sem þeir fara í ræðustól þingsins, þess fleiri atkvæði fái þeir í næstu kosningum!

...
Meira
15.06.2011 - 11:27 | Dađey Arnborg Sigţórsdóttir

Opiđ bréf til velferđaráđherra

Dađey Arnborg Sigţórsdóttir
Dađey Arnborg Sigţórsdóttir
Góðan dag,
Mig langar að vekja athygli á því að nú eru flest stéttarfélög að semja um nýja kjarasamninga og í þeim flestum er eingreiðsla upp á 50 þúsund krónur. Velfarðarráðuneytið hefur brugðist við og ákveðið að greiða bótaþegum sömu upphæð til að tryggja að allir standi við sama borð. Hinsvegar sitja þeir sem eru í fæðingarorlofi eftir og virðast ekki eiga rétt á sömu launaleiðréttingu.

Í flestum þessum samningum er talað um að eingreiðslan sé til þess að leiðrétta laun aftur í tímann vegna þess hve lengi hefur dregist að semja. Mörg félög eru búin að vera með lausa samninga í marga mánuði, og ef ég tala bara fyrir mig þá hafa samningar verið lausir í tæpa 9 mánuði. Tekið er sérstaklega fram í þeim að eingreiðlsan skuli miðast við starfshlutfall í mars, apríl og maí...

...
Meira
Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31