500 tonna frumbyggjaréttur
Meira
En það er eitt í allri þessari yfirþyrmandi umræðu sem menn virðast alveg gleyma að nefna. Það er hið merkilega ákvæði í lögum, að kvótagreifarnir geta selt frumburðarrétt þeirra sem næstir þeim eru, jafnvel hundruða manna, án þess nokkur geti rönd við reist. Þetta þekkja Vestfirðingar manna best og má undarlegt telja að þeir skuli ekki löngu vera búnir að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.
...Eins og aðrir sem vaxnir eru upp við Dýrafjörð hafði ég heyrt mikið um þessa framandi sjómenn. Til dæmis hafði það alltaf sérstök áhrif að lesa hin erlendu nöfn á legsteinunum í Sandakirkjugarði. Vertshúsið minnti á þessa tíma. Hamóna, liggjandi í fjörunni fram af skólanum, sagði líka sína sögu og las ég ekki í greinum eftir Ólaf skólastjóra Ólafsson um sitt hvað af því sem Íslendingar hefðu lært af samneyti við hina erlendu sjómenn og vist í skiprúmi með þeim?
...Ég verð samt að velta því fyrir mér hvort að jólin séu eitthvað styttri á Ísafirði, eða hvort þar sé eitthvað annað tímatal í gangi? Það er ekki nema von að þið undrist þessar vangaveltur, a.m.k þeir sem leggja ekki leið sína reglulega hingað yfir. Ef þið hinsvegar ættuð leið um bæinn, eða gefið ykkur örfáar sekúndur til að skoða meðfylgjandi ljósmynd, þá mynduð þið fljótt átta ykkur hversvegna mér er spurn...
...Það er til dæmis ekki einleikið hvað Karlakórinn Ernir er framúrskarandi léttur, leikandi og kraftmikill í sinni list, hvað sem á dynur í atvinnu- og byggðamálum, að ekki sé nú talað um samgöngumálin! Það sannaðist áþreifanlega á hinum árvissu jólatónleikum kórsins í Félagsheimilnu á Þingeyri á laugardaginn var fyrir fullu húsi söngglaðra Dýrfirðinga...
...Nú nálgast sá dagur þegar sólin er lægst á lofti. Frá alda öðli hafa menn haldið hátíð á þeim tímamótum, þegar daginn fer aftur að lengja og sólin tekur að hækka á ný. Þráin eftir birtunni er sameiginleg öllum þjóðfélögum á norðurhveli. Heiðnir forfeður okkar héldu jólahátíð í lok desember og kristnir menn halda upp á fæðingu frelsarans á sama tíma. Jólahátíðin í mesta skammdeginu, er jafnframt hátíð ljóssins. Andstæðurnar í náttúrunni kalla fram vonir um betri og bjartari tíð.
...
Það var eiginlega sláandi að lesa ofangreinda tilvitnun í uppslætti á forsíðu Morgunblaðsins 13. okt. 2011, sem vel má umorða þannig, að nú þyki rétt að fara aftur að fylgja því eftir að börn læri að lesa, skrifa og reikna í yngri bekkjum í stofnunum þeim sem áður hétu barnaskólar. Í blaði allra landsmanna er einnig haft eftir prófessornum á umræddri forsíðu að breyta þurfi kennsluaðferðum og skipulagi skóladagsins á yngsta stigi grunnskóla til þess að bæta námsárangur.
Það var og.
Það yrði kannski til þess, að þjóðin fengi eitthvert traust á þessari undirstöðustofnun þjóðfélagsins. Þingmenn mundu þá væntanlega hætta að fleyta kerlingar fyrir framan kjósendur sína og fara að vinna eins og menn að málefnum þjóðarinnar. Slíkt væri sérlega æskilegt. Það yrði vonandi einnig til þess að þeir hættu þessu sífellda rápi í ræðustólinn hafandi lítið sem ekkert að segja. Það er alveg magnað, að sumir okkar blessuðu þingmanna virðast halda, að því oftar sem þeir fara í ræðustól þingsins, þess fleiri atkvæði fái þeir í næstu kosningum!
...Í flestum þessum samningum er talað um að eingreiðslan sé til þess að leiðrétta laun aftur í tímann vegna þess hve lengi hefur dregist að semja. Mörg félög eru búin að vera með lausa samninga í marga mánuði, og ef ég tala bara fyrir mig þá hafa samningar verið lausir í tæpa 9 mánuði. Tekið er sérstaklega fram í þeim að eingreiðlsan skuli miðast við starfshlutfall í mars, apríl og maí...
...