A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
14.11.2012 - 11:25 | Hallgrímur Sveinsson

Vestfirska forlagið fylkir liði á Bókamessuna 2012

Hallgrímur Sveinsson á Bókamessunni í fyrra.
Hallgrímur Sveinsson á Bókamessunni í fyrra.
« 1 af 13 »

Vestfirska
forlagið mun mæta fylktu liði á Bókamessuna í Ráðhúsinu við Tjörnina í Reykjavk
um næstu helgi, 17. og 18. nóvember, líkt og á fyrstu messunni í fyrra, sem var
mjög ánægjuleg og vel skipulögð af hálfu Félags ísl. bókaútgefenda.

...
Meira
04.11.2012 - 20:35 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hverjum var verið að borga, hve mikið og fyrir hvað?

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »

    Eitt það erfiðasta sem þessi litla þjóð
glímir við er leyndarhyggjan í sambandi við peninga. Það má til dæmis ekki með
nokkru móti segja frá því á eðlilegan hátt hverjum er verið að borga úr ríkiskassanum
okkar, hve mikið og fyrir hvað. Um þetta eru að vísu gerðar opinberar áætlanir,
fjárlög og hvað það nú heitir allt. En að farið sé eftir þeim er af og frá. En
það má bara ekki fréttast fyrr en seinna. Slík hernaðarleyndarmál, top secret,
liggja ekki á glámbekk. Það verður að draga þau út með glóandi töngum og dugar
samt ekki alltaf.

...
Meira
20.09.2012 - 21:26 | Hallgrímur Sveinsson

Skynlausar skepnur?

Ærin Ólafía með fósturlömb sín, bæði svört að lit. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum. Ljósm. H. S.
Ærin Ólafía með fósturlömb sín, bæði svört að lit. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum. Ljósm. H. S.
 

Það var hérna einn góðan veðurdag á sauðburðinum í vor, að hún Gul mín eignaðist tvö lömb, grátt og hvítt, sem ekki er í frásögur færandi, komin af séra Guðmundarkyninu.


  Jæja. Ég var nú eitthvað að snudda þarna í fjárhúsinu. Þá heyrði ég fekar ámátlegt jarm sem ég tók svo sem ekkert mark á. Svo fór ég að skoða þetta nánar. Þá sá ég að hún Gul stóð yfir öðru lambinu sínu kolföstu í grindunum. Þessu var reddað strax og ekki meira hugsað um það.

...
Meira
11.09.2012 - 06:32 | Hallgrímur Sveinsson

Hver síða 50 þúsund krónur, takk

Hallgrímur Sveinsson flytur ávarp á bókakynningu á Selfossi.
Hallgrímur Sveinsson flytur ávarp á bókakynningu á Selfossi.
« 1 af 3 »

Sú frétt birtist í fjölmiðlum í vikunni sem leið, að verið væri að skrifa sögu Hellu í Rangárþingi ytra, sem var eins og kunnugt er lítið sveitaþorp á Suðurlandi, nú stórt og myndarlegt kauptún. Hefur þessi söguritun staðið frá 20. maí 2008. Í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands, segir svo í niðurlagi fréttar um málið:


„Lagt var af stað með 300 bls. rit í einu bindi en nú hefur ritstjóri lagt til að ritið verði um 600 síður í tveimur bindum. Kostnaður vegna byggðasögu Hellu nemur nú um 23 milljónum króna en ritstjóri mun að sögn kappkosta að klára verkið á miðju næsta ári." Tilvitnun lýkur.

...
Meira
03.09.2012 - 10:49 | Hallgrímur Sveinsson

Að spara á réttum stöðum

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »
Forsvarsmönnum Ísafjarðarbæjar er mikill vandi á höndum við stjórn þessa víðlenda bæjarfélags sem nær alla leið frá Langanesi í Arnarfirði að Geirólfsgnúpi á Ströndum. Og þar er í mörg horn að líta og fjármunir af skornum skammti.

Fastur liður í forgangsröðun hjá Ísafjarðarbæ þegar á að fara að spara, er að takmarka aðgang fólks að íþróttamiðstöðvum bæjarins. Fækka þeim stundum sem þær eru opnar. Það nýjasta er að loka alveg í tvo daga vikunnar á Þingeyri svo dæmi sé nefnt. Þetta er merkilegt. Eiginlega stórmerkilegt.

...
Meira
01.08.2012 - 17:04 | Hallgrímur Sveinsson

Orðsnilld sálusorgarans í Vatnsfirði

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »
„Já, nei, sko, sjáðu til, væni. Stór hluti af þessu liði þarna á spítölunum er þar vegna þess að það hefur étið yfir sig. Og svo kýs það íhaldið góði!" Sá sem svo mælti fyrir nokkrum árum var enginn annar en þáverandi sóknarherra til Vatnsfjarðaþinga, síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Óvíst er hvort stórum vanda íslenska heilbrigðiskerfisins í dag hafi verið lýst betur í jafn fáum orðum. Ætli það sé ekki mikið til í þessu hjá okkar gamla, góða og orðsnjalla prófasti, þó það sé kannski ekki allt íhaldinu að kenna! Og má ekki vel heimfæra þessa speki sálusorgarans við ysta haf upp á Vesturlönd, almennt séð?

Sögurnar af sálusorgaranum í Vatnsfirði, svokallaðar Baldurssögur, eru margar þrungnar visku og mikilli mannþekkingu þegar grannt er skoðað. Það fer ekki á milli mála. Fjöldinn allur af þeim er sannleikanum samkvæmt, fótur fyrir enn öðrum og svo eru hinar sem eru tilbúnar af gárungum, en þær eru fæstar. Hvað segja menn um þessa:...
Meira
17.07.2012 - 23:19 | Bjarni Guðmundsson

Sandaheyskapur áður fyrr – Áttu ljósmyndir eða frásögn?

Bjarni Guðmundsson
Bjarni Guðmundsson
Lengi hafa þorpsbúar á Þingeyri haldið búfé. Áður fyrr kýr, kindur og geitur en á seinni árum hesta. Þegar atvinnu var mjög skipt eftir árstíðum var gott að hafa nokkurn bústofn heimilunum til tekjudrýginda. Einhvern tímann munu t.d. hafa verið um 500 fjár í plássinu, sem þætti þokkalegt sauðfjárbú í dag. Heys handa bústofninum öfluðu þorpsbúar víða: á túnstykkjum í plássinu, á bæjum við Fjörðinn en ekki síst á Söndum sem fengu það hlutverk eftir að formlegum prestsbúskap lauk þar.


Þingeyrarbændur hófu að rækta stykki á Söndum: á Stekk, Sólvangi, Hollandi, í Skörðum, svo fáein séu nefnd, auk þeirra sem kennd voru við nytjendur sína, t.d. Kitta Jakk, Stjána Bjarnason, Manga á Hól og Sigga Krist.

...
Meira
13.07.2012 - 06:06 | Hallgrímur Sveinsson

Niður með bankaleyndina!


Hallgrímur Sveinsson.
.
Niður með bankaleyndina!
.
Margt er gott á gömlu Gufunni. Til dæmis fréttaþátturinn Spegillinn. Um daginn kom þangað Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, í athyglisvert viðtal við Gunnar Gunnarsson. Gunnar byrjaði viðtalið á þessa leið:

- Allt upp á borðið. Gegnsæ stjórnsýsla. Það var krafa dagsins í búsáhaldabyltingunni, en er leyndarhyggjan enn allsráðandi?


...
Meira
06.07.2012 - 21:03 | Hallgrímur Sveinsson

Strandríkjahagsmunir og frumbyggjaréttur

 


Hallgrímur Sveinsson.



Strandríkjahagsmunir
og frumbyggjaréttur.

Sjávarútvegsráðherrann okkar sagði í fréttum um daginn að "það væri ofboðslega gott ef það tækist að leysa makríldeiluna, en það verður að vera gert á einhverjum grunni sem Íslendingar geti sætt sig við og þar sem ríkir og réttmætir strandríkjahagsmunir landsins eru virtir."


Víkur nú sögunni til Vestfjarða....
Meira
28.06.2012 - 07:36 | Hallgrímur Sveinsson

Hinn óttalegi leyndardómur

Á heimasíðunni forseti.is eru allir fundir og dagskrár forsetans 10 ár aftur í tímann. Þar er hægt að fylgjast með öllum ferðum hans og hverja hann er að hitta innan lands og utan. Þjóðin veitir forsetanum aðhald. Við þurfum algjört gegnsæi, meiri gagnrýni og opnari hugsun.


            Eitthvað á þessa leið mæltist forseta vorum í sjónvarpinu um daginn, og víðar þessa dagana, og er vel að orði komist. „Þetta er prýðilegt, góði", eins og síra Baldur mundi segja....
Meira
Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31