01.08.2012 - 17:04 | Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson.
Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
„Já, nei, sko, sjáðu til, væni. Stór hluti af þessu liði þarna á spítölunum er þar vegna þess að það hefur étið yfir sig. Og svo kýs það íhaldið góði!" Sá sem svo mælti fyrir nokkrum árum var enginn annar en þáverandi sóknarherra til Vatnsfjarðaþinga, síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Óvíst er hvort stórum vanda íslenska heilbrigðiskerfisins í dag hafi verið lýst betur í jafn fáum orðum. Ætli það sé ekki mikið til í þessu hjá okkar gamla, góða og orðsnjalla prófasti, þó það sé kannski ekki allt íhaldinu að kenna! Og má ekki vel heimfæra þessa speki sálusorgarans við ysta haf upp á Vesturlönd, almennt séð?
Sögurnar af sálusorgaranum í Vatnsfirði, svokallaðar Baldurssögur, eru margar þrungnar visku og mikilli mannþekkingu þegar grannt er skoðað. Það fer ekki á milli mála. Fjöldinn allur af þeim er sannleikanum samkvæmt, fótur fyrir enn öðrum og svo eru hinar sem eru tilbúnar af gárungum, en þær eru fæstar. Hvað segja menn um þessa:...
Meira