A A A
  • 1981 - Brynhildur ElÝn Kristjßnsdˇttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - MargrÚt Unnur Borgarsdˇttir
21.07.2015 - 06:50 | HallgrÝmur Sveinsson

Ůjˇnandi prestar Ý ┴lftamřrarsˇkn ß fyrri hluta 20. aldar

Sigurjˇn me­ ßnni Sv÷l sem hrapa­i ˙r Fuglberginu for­um daga. Ůetta voru fleiri hundru­ metrar. Ůa­ vildi Sv÷l til lÝfs a­ h˙n lenti Ý snjˇskafli. Ljˇsm.: H.S.
Sigurjˇn me­ ßnni Sv÷l sem hrapa­i ˙r Fuglberginu for­um daga. Ůetta voru fleiri hundru­ metrar. Ůa­ vildi Sv÷l til lÝfs a­ h˙n lenti Ý snjˇskafli. Ljˇsm.: H.S.
« 1 af 2 »

 Kristnihald á norðurströnd Arnarfjarðar:
Viðtal við Sigurjón G. Jónasson bónda á Lokinhömrum

Úr Mannlífi og sögu fyrir vestan 7. hefti.

1. hluti 
Frá 1901 til 1961 þjónuðu sex prestar Álftamýrarsókn í Auðkúluhreppi í Arnarfirði, en Álftamýrarsókn var þá annexía frá Hrafnseyri, þar sem prestarnir sátu. Aðeins fimm bújarðir tilheyrðu sókninni, Baulhús, Álftamýri, Stapadalur, Hrafnabjörg og Lokinhamrar. Sóknarkirkjan var á Álftamýri og var talin mjög rík af löndum og lausum aurum framan af öldum. Á Álftamýri sátu prestar allt til ársins 1881, en þá var prestakallið lagt niður og brauðið lagt undir Hrafnseyri.

     Við hittum að máli Sigurjón G. Jónasson, bónda á Lokinhömrum og báðum hann segja okkur lítillega frá kristnihaldi í heimasókn hans á fyrri hluta 20. aldar, kennimönnum sem komu þar við sögu og starfsaðstæðum þeirrra. Varð hann ljúflega við þeirri bón.

 

Séra Böðvar Bjarnason

 

     Séra Böðvar Bjarnason var prestur á Hrafnseyri frá 1901 til 1941 og þjónaði því annexíu sinni á Álftamýri í 40 ár.

      "Messaði séra Böðvar oft, Sigurjón"?

     "Hann messaði á öllum hátíðum ef veður leyfði, hvort sem var vetur eða sumar og nokkrum sinnum að vetrinum þess utan. Hann var sérstaklega stundvís með það, að ef hann auglýsti messu, þá mætti hann alltaf, svo framarlega sem hundi væri út sigandi. Ég dáðist alltaf að því. Stundum kom fyrir að það var bara ekkert hægt að komast til messu utan úr Lokinhömrum, bæði vegna veðurs og hvað illa stóð á sjó. Þó fóru yfirleitt alltaf einhverjir þegar messað var."

     "Var séra Böðvar mikill reglumaður í sínu embætti?"

     "Já, já, hann var það."

 

     Séra Böðvar fór á hesti á annexíuna

 

     "Fór hann gangandi út á annexíuna?"

     "Yfirleitt kom hann á hesti. Fór Lægri Baulhúsaskriður."

     "Svo kom hann út í dal og húsvitjaði á fyrri árum".

     "Hann kom alltaf einu sinni að vetrinum til húsvitjunar. Svo kom hann úteftir til dæmis ef skíra þurfti börn. Það var ekkert farið með þau inn að Álftamýri að vetrarlagi."

     "Hafði hann þá guðsþjónustu um leið?"

     "Já. Það var búið til púlt á borði. Settur á það kassi og hvítur dúkur yfir og kerti í stjaka. Svo voru sungnir sálmar fyrir og eftir prédikun."

 

 

 

Beðið fyrir Móru á fermingardaginn

 

     "Séra Böðvar mun hafa fermt þig".

     "Já. Hann bæði skírði mig og fermdi. Við vorum tveir sem fermdumst það árið, ég og Benedikt Ingvaldsson frá Hrafnabjörgum. Maður kraup nú fyrir altarinu í Álftamýrarkirkju þá. Lítið man ég nú eftir bænunum sem ég bað þar. En ég átti mórauða kind. Ég bað Guð að gefa það að hún bæri á morgun og það stóðst.

 

     "Var hún einlembd eða tvílembd?"

     "Ég held hún hafi nú verið einlembd. Það var nú ekki lagt mikið upp úr frjóseminni í þá daga, enda aðrar aðstæður þá í fjárræktinni og fátt tvílembt. Sem dæmi um það, svona utan við það efni sem við erum aðallega að tala um, langar mig að nefna, að einu sinni vorum við að baða um vetrartíma út í dal, á Garðsstöðum hjá Ragnari á Björgum. Þá fóru þeir feðgar, hann og Guðmundur, að karpa um það hvort betra væri að fá eitt eða tvö lömb úr ánni. Ragnar vildi fá tvö lömb úr ánni, en Guðmundur hélt því stíft fram að það væri betra að fá eitt vænt heldur en tvo kettlinga. Það breyttist nú síðar eins og margir vita."

     "Voru margir við ferminguna?" 

     "Það var yfirleitt fjölmennt þegar fermt var, sem oftast var á Hvítasunnunni. Kirkjusókn var yfirleitt mikil í prósentum talið. Ég held að það hafi verið fermt á hvítasunnudag á Hrafnseyri og á annan á Álftamýri. Ég var samtíma krökkunum innfrá í yfirheyrslunni hjá séra Böðvari."

     "Var séra Böðvar strangur kennimaður?"

     "Hann var barngóður og maður bar virðingu fyrir honum og minnist hans með hlýhug."

     "Hver var meðhjápari séra Böðvars í Álftamýrarkirkju?"

     "Gísli Ásgeirsson á Álftamýri las alltaf bænina og var meðhjálpari meðan hann bjó þar, en svo tók Þórður Njálsson við af honum, en hann bjó þá í Stapadal. Kirkjan var kynnt upp með kolum og um kyndingu sá fólkið sem sat staðinn"

     "Hvernig var með söng í kirkjunni á þeim árum?"

     "Það var nú nokkuð góður söngur á meðan hún Jóhanna var, dóttir Gísla. Hún spilaði á orgel sem hún átti sjálf. Orgelið var alltaf borið út í kirkju þegar átti að fara að messa. Það var nú ekkert sungið í röddum. Það söng hver með sínu nefi. Jóhanna kunni sálmana og söng þá. Ég man nú ekki hvort ég var sjálfur farinn að syngja meðan séra Böðvar var, en alltaf eftir það.“ 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31