A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
10.07.2014 - 14:44 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Teigsskógur: Hvar stendur hnífurinn í kúnni?

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.

 

Flestir landsmenn munu nú kannast við hugmyndir um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg í Þorskafirði.
Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að svokölluð Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að Hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu.
Í fréttum stöðvar 2 að kvöldi 25. júní 2014 var leiðin upp á Ódrjúgsháls sýnd sem lýsandi dæmi um vandann, en þar er annar af tveimur fjallvegum á leiðinni. Þarna eru hlykkjóttir og mjóir malarvegir með blindhæðum og hengiflugi á köflum, sem jafnvel á sumrin virka glæfralega, hvað þá í hálku og myrkri að vetri.
Nú þegar séð er fram á verklok í vegagerð vestar í Barðastrandarsýslum, um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, þykir orðið aðkallandi að fá niðurstöðu hvernig síðustu þrjátíu kílómetrarnir af Vestfjarðavegi um Gufudalssveit verða byggðir upp með bundnu slitlagi. Til að losna við hálsana tvo hafa sveitarstjórnir á Vestfjörðum ásamt Vegagerðinni viljað láglendisveg um Teigsskóg ásamt þverun tveggja fjarða en mætt andstöðu landeigenda og umhverfisverndarsamtaka.
Leið um Teigsskóg var hafnað með Hæstaréttardómi fyrir fimm árum en núverandi ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, fól Vegagerðinni engu að síður á s. l. ári að fara með nýa veglínu í umhverfismat. Fyrri tillagan gerði ráð fyrir að allt að tólf  prósent af skóglendinu myndi raskast en ný tillaga, sem flytur veglínuna uppfyrir skóginn að austanverðu, og niðurfyrir hann að vestanverðu, gerir ráð fyrir að eitt prósent af skóginum raskist, og segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri að slíkt teljist óveruleg röskun.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir hins vegar ekki unnt að líta á þessa nýu veglínu sem nýja framkvæmd og þar sem þegar sé búið að hafna leið um Teigsskóg, telji stofnunin ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Stofnunin hafi hinsvegar bent Vegagerðinni á aðrar leiðir, eins og að óska eftir endurskoðun á umhverfismatinu vegna breyttra forsendna. Þetta var  kallað skæklatog í okkar sveit. Geta nú ekki háskólamenntaðir embættismenn fundið sér eitthvað verðugra til dundurs?
Svo er nú rétt að nefna það svona í framhjáhlaupi, að við leggjum til að bæði Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun verði fluttar á einu bretti í Dýrafjörð. Þar á þjóðin mikið af lítt notuðu húsnæði sem tilvalið væri að nýta, starfsfólkið þyrfti ekki að fylgja með. Hentugra væri að ráða velmenntaða Vestfirðinga sem betur skilja hvers er þörf í Norðvesturkjördæmi í sambandi við vegabætur.
 
Bjarni Georg Einarsson og Hallgrímur Sveinsson.
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31