A A A
  • 1981 - Brynhildur Elķn Kristjįnsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
05.02.2009 - 11:41 | Hallgrķmur Sveinsson

Jón Siguršsson og kaupstašarskuldirnar

Jón Siguršsson
Jón Siguršsson
Alþekkt er að Jón Sigurðsson var óþreytandi áróðursmaður. Og bréfaskriftir hans, greina- og ritgerðasmíðir eru með ólíkindum. En játa verður, að Íslendingar hafa ekki gert mikið af því að lesa og halda á lofti því sem hann skrifaði. Það er þó ljóst, að þegar á bjátar getum við oftast leitað í smiðju til hans.

Þó ólíku sé saman að jafna, er íslenska þjóðin í dag að sumu leyti í sams konar aðstöðu og hún var á tímum Jóns. Að breyttu breytanda ætti því að vera lag að rifja sem snöggvast upp hvað hinn óþreytandi frelsisforingi sagði um eyðslu og skuldir. Þegar sumir aðrir frelsisforingjar voru búnir að stríða, fóru þeir heim og lögðu sig. Jón Sigurðsson stóð ekki bara í eilífu stappi við Dani. Stríð hans við að reyna að koma Íslendingum til manns var með ólíkindum. Ljóst er að þar vann hann margar orustur en tapaði öðrum.

Það sem á tímum Jóns kölluðust kaupstaðarskuldir hefur á okkar tíma yfirfærst á svokölluð greiðslukort, Visa, Euro og hvað þau nú heita. Þar eyða menn og spenna á nákvæmlega sama hátt: Taka út í reikning og vita svo ekkert hvað þeir skulda fyrr en kemur að skuldadögum og fá þá sumir skuldbreytt í raðgreiðslur með fullum vöxtum!
kki er annað sjáanlegt en það sem Vestfirðingurinn sagði í þá daga, sé í fullu gildi enn í dag. Og ánægjulegt er að sjá hvað hann dregur fram hlut konunnar í eftirfarandi tilvitnunum, sem eru úr Nýjum félagsritum 1872.

Að hafa konuna sína fyrsta og fremsta til ráðuneytis

“..... þá væri ráð fyrir bónda, ef hann vildi komast úr skuldum, að gjöra áætlun um kaup sín, áður hann fer í kaupstaðinn, og er það hyggilegt, að hann hafi konu sína fyrsta og fremsta til ráðaneytis við þá áætlun; hún er betri til þeirra ráða, ef hún er góð og skynsöm kona, heldur en nokkurir tveir vinir hans, þótt vitrir sé, og hennar hjálp dregur hann drjúgast, því hún mun ætíð styrkja til að halda því ráði fram, sem hún hefir verið með að gefa.
Þegar nú til áætlunar kemur, þá hlýtur maðurinn fyrst og fremst að vita, hvernig standi reikningur þeirra, og hvað þau hafi af vörum, og þau munu geta farið nærri um, hvers virði þær vörur muni vera. Sé nú skuldir á, þá mun ekki vera að hugsa til að verða skuldlaus það sumar, en þau ættu að ástunda að koma fjárhag sínum í svo fast horf, að þau gæti þá orðið frjáls við skuldirnar hið næsta sumar eftir eða sem allra fyrst, og það mundi þeim takast, ef viljinn væri til þess, og svo mikið kapp á það lagt, að maður vildi jafnvel leggja nokkuð harðara á sig til þess um stund að neita sér um ýmsa hluti, sem áður voru orðnir að vana.”

Skuldir sem engan ávöxt bera

“Það, sem næst mætti liggja til að spara, er brennivín, kaffi, sykur og tóbak; það, sem næst liggur að afla, til þess að drýgja búið, er rófur, næpur, kartöflur, fjallagrös og þesskonar, auk þess sem mest á ríður, sem er að auka mjólk, smjör, kjöt og allan búmat með því að auka og bæta skepnuhöldin; því það ætti hver búmaður að hafa hugfast, að stofninn undir allri velmegun hans er heimabúið, en það, sem hann hefir til verzlunar, er umfram, til þess að skipta fyrir það, sem hann þarfnast, bæði til búbætis og til sælgætis, og einkum til atvinnu sinnar, til að bæta hana og auka. Þess vegna ætti það að vera föst regla, að gjöra sér ekki það að nauðsynjum í kaupum sínum, sem menn geta haft betra og hollara heima, en velja þar í staðinn annað, sem annaðhvort er til hýbýlabóta eða verkbóta eða til prýði á heimilinu.

Ef menn almennt fylgdi þessu ráðlagi, mundu ekki líða mörg ár, þar til menn almennt fyndi til frelsis síns, og þyrfti ekki að kvarta yfir ófrelsi og kúgun af kaupstaðarskuldunum, sem þeir, ef satt skal segja, allt of margir hafa steypt sér í fyrir vanhyggju sjálfra sín og skort á föstu og skynsamlegu ráðlagi frá fyrsta, en síðan af vana og sljóleik viljans, þó þeir sæi sjálfir í hvílíkt óefni komið var.

Vér skulum að síðustu enda ræðu vora um skuldirnar með því, að taka það fram, að þær skuldir, sem vér tölum hér um og viljum, að allir kappkosti að fría sig við sem fyrst og forðast síðan, það eru þær, sem engan ávöxt gefa, útlendar munaðarvörur, sem bæði eru útdragssamar og óhollar, í staðinn fyrir innlendar, sem menn geta tekið undir sjálfum sér, bætt og aukið, og eru því bæði hollar og hagkvæmar.....”

Svo mörg voru þau orð og miklu fleiri ef menn vilja lesa. “Rófur, næpur, kartöflur, fjallagrös og þesskonar”. Þetta höfðar beint til okkar í dag. Við eigum að nýta landsins gæði sem hvarvetna blasa við okkur. “Að elska, byggja og treysta á landið”, sagði Hannes Hafstein í Íslandsljóðum sínum um aldamótin 1900. Þau orð eru sígild.
« Desember »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31