A A A
Fallegt er á Tjaldanesi. Ţar tekur ekki sól af allan ársins hring. Hokinsdalur til vinstri, sem einnig hefur sinn sjarma. Ljósm. H. S.
Fallegt er á Tjaldanesi. Ţar tekur ekki sól af allan ársins hring. Hokinsdalur til vinstri, sem einnig hefur sinn sjarma. Ljósm. H. S.

Alltaf er eitthvað að frétta úr Auðkúluhreppi þegar sumir aðrir hreppar eru kannski fjarri góðu gamni. Og nú er hreppsnefnd Auðkúluhrepps komin úr sumarfríi.

Hreppsnefndarmenn fóru þreyttir og með urg í fríið, eins og sagt var frá í fréttum um daginn, en komu samt þreyttari en með þokkalega geðheilsu til baka. Sumir „duttu í ðað“ svona eins og gengur. Svo sungu þeir glatt þegar þeir komu heim: „Hreppstjórinn er húfulaus og oddvitinn er ekki laus við rúmbu og rokk.“ Héldu svo fund á Tjaldanesi í gær kl. 16,00. Þar voru samþykktar þessar fínu ályktanir. Hér skulu nokkrar nefndar, en þær eiga sko skilið að komast í fjölmiðla:

Samþykkt var með öllum atkvæðum að Auðkúluhreppur verði áfram á undan sinni framtíð eins og verið hefur.

Þá var samþykkt að greiða fyrir hlaupatófur 7,000,- kr. á skottið. Minkaskott 10,000,- kr. (Birt án ábyrgðar!) Síminn er þrjár stuttar (Það er sko gamli sveitasíminn!) Ef hann svarar ekki verða menn bara að reyna í gegnum Miðstöð, á útlensku Operator. 


Hver gleypir so manninn?

„Mannskepnan er nú loks að fatta að hún er á góðri leið með að fylla heimshöfin af plasti (þetta er svakalegt!) Fiskurinn gleypir svo plastið og maðurinn gleypir fiskinn. En hver ætli gleypi loks manninn? Nefndin óttast að það verði bara græðgin.“


Blátt bann við allri plastnotkun!

„Nefndin samþykkir að leggja blátt bann við allri plastnotkun í hreppnum frá og með 15. ágúst. Felur hún hreppstjóra að fara nú milli bæja og leggja hald á allt plast sem hann kemst höndum undir. Setja það svo undir lás og slá í þinghúsi hreppsins undir Auðkúlubökkum, en þar fór fram Kúlubardaginn mikli 1956 sem kunnugt er. Það var mesta fólkorusta á Vestfjörðum allt frá Flóabardaga.“

Plastverksmiðjunni lokað!

„Þá verði settur slagbrandur fyrir plastverksmiðju hreppsins, Plastic Union. com í Hokinsdal og útibúið í Gíslaskeri frá og með næstu áramótum. Var þess farið á leit við gamla sýslumanninn að hann setji innsigli á útidyrnar.“

Fleira gert sem verður ekki sagt frá opinberlega að svo stöddu. 

Fundi slitið.

Grelöð Bjartmarsdóttir, jarls á Írlandi.

               fundarritari

 


Afli báta  sem gerðir eru út frá Þingeyri í júlí 2019:

Dragnót - Handfæri Tonn Sjóferðir
Egill 246.063 21
Pálmi 9.131 12
Kalli Elínar 7.578 11
Viggó 6.735 10
Bára 6.503 7
Inba 4.772
Hulda 4.083 8
Matti Viktors 3.766 7
Rakel 3.284 9
Bibbi Jóns 2.500 6
Dýrfirðingur 1.081 1
Ölver 6.394 10   -   landar á Flateyri

 

Samkvæmt aflaskýrslu frá Fiskistofu.    

MEÐ BESTU KVEÐJU ÚR HAFARFIRÐI.  Fréttaritari.Ólafur Steinţórsson frá Lambadal
Ólafur Steinţórsson frá Lambadal
Hrós dagsins fær Ólafur Steinþórsson frá Lambadal. Óli var sjómaður á ýmsum skipum frá Þingeyri, bóndi í Fremri-Hjarðardal lengi, ráðsmaður í Mjólká, svo er hann múrari og smiður, bæði á tré og járn, svo nokkuð sé nefnt. Maður hélt nú satt að segja að kallinn hefði verið á góðri leið með að drepa sig á múrverkinu í gamla daga, eins og fleiri af þeirri starfsstétt. Þeir hafa margir farið í bakinu og fleiru. En það var nú sem betur fer ekki. ...
Meira
22.07.2019 - 23:25 | Bjarni Georg Einarsson,Guđmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Landráđamennirnir áttu ađ fara beint í Bláturn!

Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Guđmundur Ingvarsson
Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Guđmundur Ingvarsson
Þess er að minnast, að þegar Búrfellsvirkjun reis við Þjórsá og álverið í Straumsvík varð að veruleika, var Jóhann Hafstein, iðnaðarráðherra, landráðamaður þeirra tíma nr. 1. Árum saman var sá góði maður og samstarfsmenn hans úthrópaðir af vissum þjóðfélagsöflum. Jóhann Hafstein og landhlauparar hans voru ekki í húsum hæfir. Eiginlega hefði átt að senda þá og marga aðra frumherja í rafvæðingu landsins beint í Bláturn, ef hann hefði verið opinn! En allir vita að rafvæðingin umbylti samfélaginu til góðs og Búrfellsvirkjun hefur löngu sannað gildi sitt....
Meira
16.07.2019 - 08:06 |

Vestfjarđarvíkingurinn 2019

Vestfjarđarvíkingurinn 2019 Ari Gunnarsson
Vestfjarđarvíkingurinn 2019 Ari Gunnarsson

Aflraunakeppnin Vestfjarðarvíkingurinn 2019 fór fram um helgina í veðurblíðu og er það í 27. sinn sem keppnin er haldin. Keppt var á Hólmavík, Djúpavík, Norðurfirði, Súðavík og lauk keppninni á Þingeyri á laugardaginn síðastliðinn. Ari Gunnarsson sigraði keppnina eftir að hafa tekið skarpa forystu, og er það í fimmta sinn sem hann hlýtur titilinn Vestfjarðarvíkingurinn. Keppt var í hefðbundnum aflraunagreinum Víkingsins s.s. kútakasti, að ýta bíl, og tunnuhleðslu. 


Íþróttafélagið Höfrungur tók þátt í skipulagi keppninnar á Þingeyri líkt og undanfarin ár, en þar var að þessu sinni keppt í þremur greinum, steinatöku upp á öxl og bændagöngu sem fram fóru á Víkingasvæðinu, og tunnuhleðslu sem fram fór í sundlaug Þingeyrar. Steinarnir sem notaðir eru í keppninni eru allan ársins hring á Víkingasvæðinu og geta gestir og gangandi spreytt sig á aflrauninni. Þess skal þó geta að það er ekki á færi allra og best er að fara að öllu með gát. 

 

15.07.2019 - 21:50 | Hallgrímur Sveinsson

Dýrafjarđardagar: Hvar var Kassabílarallýiđ?

Ţessi mynd er ađ vísu ekki frá Ţingeyri heldur frá Ingólfstorgi, fyrrum landnámsmanns í Reykjavík. En hún er jafn góđ fyrir ţví. Ljósm. Styrmir Kári Mbl.
Ţessi mynd er ađ vísu ekki frá Ţingeyri heldur frá Ingólfstorgi, fyrrum landnámsmanns í Reykjavík. En hún er jafn góđ fyrir ţví. Ljósm. Styrmir Kári Mbl.

Sextettinn Við bræðurnir og Gaui var búinn að melda sig í Kassabílarallýið á Dýrafjarðardögum. Því miður var rallýið ekki á dagskrá að þessu sinni og voru það mikil vonbrigði hjá bræðrunum. Gaui ætlaði að vera undir stýri og bræðurnir að ýta og hlaupa eins og vitlausir menn. Þeir voru ákveðnir í að sigra jafnaldra sína, miðað við rauntölur í árum talið. Yfirleitt eru þeir að meðaltali þetta 8-9 ára gamlir. En svona er lífið bara og ekkert annað að gera en hlakka til þátttöku að ári, vonandi.


Heyrst hefur, þó óstaðfest, að Við bræðurnir og Gaui hafi skráð sig í strandblakið. Þær í nefndinni verða náttúrlega að samþykkja drengina inn. Annars er allt unnið fyrir gýg með yfsilon. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta mál fer. Þeir félagar eru nefnilega mjög líklegir til að fara á verðlaunapall. Þeir virðast vera óstöðvandi eftir að þeir slógu í gegn á Íþrótta-og leikjanámskeiði Höfrungs hjá henni Jóhönnu okkar. Þar eru yngstu þátttakendurnir þriggja ára.


Gerðar hafa verið ráðstafanir til að ljósmyndarar verði á staðnum.

 

 

09.07.2019 - 21:39 | Hallgrímur Sveinsson

Til Dýrafjarđar fórum viđ međ fjör í stórum stíl!

Nú er lokið dýrlegum Dýrafjarðardögum, hinu stóra ættarmóti Dýrfirðinga og vina þeirra. Þessir ánægjulegu dagar sýndu glöggt, eins og oft áður, hvað viljinn má sín mikils. Og veðrið lék við hvern sinn fingur. Þeir sem stjórna svona atburðum, fara stundum jafnvel fram úr sjálfum sér, ef út í það er farið. Það vita allir sem fengist hafa við slíka sjálfboðavinnu í gegnum tíðina. Það er eins og einhver frumkraftur leysist úr læðingi. Menn verða jafnvel hamrammir og spenna sig megingjörðum eins og Þór forðum.
Það má náttúrlega deila um alla hluti, en um það verður ekki deilt, að Dýrafjarðardagar eru til vitnis um samheldni og kraft. Vonandi fá þeir eiginleikar að blómstra í framtíðinni í Dýrafirði....
Meira
04.07.2019 - 12:36 |

Aflaskýrsla í júní

Fréttaritari vefsins í Hafnarfirði, Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu sendir aflaskýrslu frá maí samkvæmt upplýsingum Fiskistofu:

Handfæri

Rakel 1957 kg 7 róðrar
Pálmi 1743 kg 2 róðrar
Bára 7719 kg 8 róðrar
Hulda 6202 kg 7 róðrar
Kalli Elínar 5019 kg 9 róðrar
Dýrfirðingur 1326 kg 1 róður
Imba 5212 kg 6 róðrar
Matti Viktor 5617 kg 10 róðrar
Oliver 2768 kg 4 róðrar landað á FLateyri

 

 

Dragnót

Egill 54053 kg 4 róðrar landað á Þingeyri
Egill 145052 kg 11 róðrar landað á Suðureyri

 

Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31