A A A
  • 1935 - Vagna Sólveig Vagnsdóttir

Þrátt fyrir hægafara sumarkomu í veðri og hitatölum er komið að sumaropnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar sem tekur gildi í kringum helgina. Í Þingeyrarlaug hefst sumaropnunin föstudaginn 1. júní, en mánudaginn 4. júní á Flateyri og Suðureyri. 
Á Ísafirði verður viðhaldsstopp í næstu viku og opnar laugin samkvæmt sumardagskrá laugardaginn 9. júní. Á Þingeyri er sundlaugin mikið notuð af bæjarbúum og koma starfsmen sundlaugarinnar sannarlega á móti bæjarbúum með góðum opnunartíma en í sumar verður laugin opin alla virka daga milli kl. 8:00 – 21:00 og um helgar milli kl. 10:00 – 18:00. Þess má einnig geta að Þingeyrarlaug verður eina laug Ísafjarðarbæjar sem býður uppá opnunartíma 17. júní en þá verður líkt og um helgaropnun sé að ræða, 10:00 - 18:00. 

...
Meira
Hákon Hermannsson og Valur Norğdahl
Hákon Hermannsson og Valur Norğdahl
Fyrsta lögun hjá vestfirska brugghúsinu Dokkunni er nú að verða tilbúin en vonir standa til að hægt verði að bjóða uppá fyrsta bjór brygghússins nú um sjómannadagshelgina.

Brugghúsið Dokkan er eina brugghúsið á Vestfjörðum og er staðsett á höfninni á Ísafirði með gott útsýni yfir báta og skemmtiferðaskip sem leggja að. Í samtali við fréttaman RÚV setir Hákon Hermannson einn af stofnendum brugghússins að ætlunin sé að vera með gestastofu og bjóða ferðamönnum að kíkja við, skoða brugghúsið og bragða á ölinu. ...
Meira
30.05.2018 - 11:52 |

Hreyfivika hjá Ísafjarğarbæ

Hreyfivika er nú í fullum gangi í Ísafjarðarbæ en Ungmennafélag Íslands og Ísafjarðarbær standa fyrir viðburðinum sem stendur yfir frá 28. maí til og með 3. júní. Meðal þess sem í boði er má nefna ókeypis aðgang í sundlaugar Ísafjarðarbæjar þessa daga, en margt fleira spennandi er á boðstólnum fyrir þá sem hafa áhuga fyrir að prófa s.s. útijóga, útihlaup, samflot í sundlaug Bolungarvíkur og kajakróður. Nú er lag að vera með, hreyfa sig og prófa eitthvað nýtt. 


Dagskrá viðburða má sjá hér fyrir neðan eða nálgast á heimasíðu viðburðarins.

...
Meira
Vikuframvinda í viku 21
Vikuframvinda í viku 21
« 1 af 3 »

Í viku 21 voru grafnir 86,0 m í göngunum og er þá lengd ganganna orðin 2.393,6 m sem er 45,2 % af heildarlengd ganganna.

 

Í byrjun vikunnar var farið í að færa spenni innar í göngin sem tók um 10 klst og var engin vinna við stafninn á meðan. Sem fyrr eru aðstæðar góðar í göngunum, þurrt og berg að springa vel. Þunnt, rautt og grænt setlag hefur verið að liðast upp eftir sniðinu og var komið upp undir þekju í lok vikunnar. Byrjað var á útskoti F í lok vikunnar. Útskot F er eingöngu útvíkkun og eru engin hliðarrými í því. Lakara efni úr göngunum hefur verið keyrt í fláafleyga eða notað við slóðagerð en betra efni hefur verið sett á lager til síðari nota.  

 

Haldið var áfram með skeringu suður af Mjólká og var efninu komið fyrir í fláa meðfram veginum neðan við Mjólkárvirkjun. Byrjað var á að flytja malað efni, fyrir neðra burðarlag vegarins, frá haugsvæðinu vestur af munnanum á millilager suður af Mjólká. Í Dýrafirði hefur verið unnið áfram við bergskeringu í forskeringunni.

Björn Davíðsson og græna havaii skyrtan hans stálu óvænt senunni í kosningasjónvarpinu er Björn las kosningatölur frá Ísafirði íklæddur skyrtunni í sjónvarpi allra landsmanna. Björn á margar slíkar skyrtur en í samtali við fréttamann RÚV sagði hann skyrtuna vera í hógværari kantinum af þeim fjölmörgu í hans. „Þessi er ein af hófsamari skyrtunum – maður vill ekki stuða landsmenn of mikið. Hún var valin með hliðsjón af því að ég væri að fara í sjónvarpið.“ Björn er fæddur og uppalinn á Þingeyri en búsettur á Ísafirði....
Meira
Hin árlega heimildarmyndahátíð á Patreksfirði, Skjaldborgarhátíðin, var haldin um nýliðna helgi og var það í 12. sinn sem hún er haldin. Átján íslenskar heimildarmyndir voru frumsýndar á hátíðinni en það var heimildamyndin Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur sem var hlutskörpust og hlaut hún bæði Ljóskastarann, aðalverðlaun dómnefndar, og áhorfendaverðlaunin Einarinn. ...
Meira
Á Ingjaldssandi er lögbýlið Sæból þar sem Elísabet Anna Pétursdóttir býr árið um kring. Vegurinn að Ingjaldssandi liggur úr Dýrafirði og norður að Önundarfirði en á leiðinni er farið yfir Sandsheiði sem oft er ófær að vetri til og lítið mokuð. Elísabet hefur lengi barist fyrir því að fá mokað heim að Sæbóli en vegurinn er skilgreindur sem héraðsvegur vegna vegalengdar og hæðar og er því ekki mokaður sem skildi. Morgunblaðið fjallaði um málið árið 2017 en sonur Elísabetar, Þór Engholm nemandi við Menntaskólann á Ísafirði, hefur oft þurft að fara leiðina fótgangandi til að komast heim til móður sinnar, og þá gjarnan klyfjaður m.a. af pósti og matvöru....
Meira
Vikuframvinda í Dırafjarğargöngum
Vikuframvinda í Dırafjarğargöngum

Lengd ganganna í lok viku 20 var 2.307,6 m sem er 43,5 % af heildarlengd ganganna. Framvinda vikunnar var því 100,6 m en alls voru sprengdar 20 færur.
Aðstæður í göngunum voru mjög góðar. Rautt setlag, sem kom í ljóst í síðustu viku og hefur verið á stafninum, hækkaði hratt upp stafninn og hvarf upp í þekjuna. Lagið sem er á stafninum núna er massíft stórstuðlað ólivín basalt, það er smá blöðruband efst undir karganum en annars heillegt og gott. 

...
Meira
Eldri færslur
« September »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30