A A A
  • 1981 - Gunnar Jakob Lķnason
  • 1985 - Helgi Snęr Ragnarsson
10.03.2017 - 08:08 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagiš

Kaffi Sól opnar ķ Breišadal

Kaffi Sól opnar ķ Breišadal
Kaffi Sól opnar ķ Breišadal
Á vordögum ætlar Guðrún Hanna Óskarsdóttir að opna lítið kaffihús að heimili sínu í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, að hennar sögn einum fallegasta firði landsins. 
Á Kaffi Sól verður boðið upp á þjóðlegar veitingar eins og til dæmis hveitikökur með hangikjöti, rúgbrauð með reyktum rauðmaga, rjómapönnukökur og ýmislegt fleira.
Kaffi Sól verður opið alla daga frá kl. 11:00 – 18:00 frá 15. maí til 1. október en eftir þann tíma verður tekið á móti hópum eftir pöntunum. 
Neðri-Breiðadalur er vel í sveit sett, stendur hátt undir Breiðadalsstiga, einu svipmesta fjalli fjarðarins og með gríðarfallegt útsýni yfir Önundarfjörð, eins er bærinn nokkuð nálægt þjóð- veginum og því ekki úrleiðis að kíkja í kaffi og með‘í hjá Gunnu....
Meira
09.03.2017 - 21:49 | Vestfirska forlagiš,Hallgrķmur Sveinsson

Vestfirskir išnašarmenn 1: - Bjarndķs mįlarameistari og hennar menn hafa gert garšinn fręgan!

Bjarndķs og öšlingurinn Gunnar Hólm Sumarlišason, sem lengi starfaši meš henni, og allt nżmįlaš į Hrafnseyri.
Bjarndķs og öšlingurinn Gunnar Hólm Sumarlišason, sem lengi starfaši meš henni, og allt nżmįlaš į Hrafnseyri.
« 1 af 6 »

Margar þjóðir heimskringlunnar  hafa skilið það að verkleg menntun og menning er einn af grunnþáttum í velmegun þjóðanna ekki síður en að vera lærður upp á bókaramennt. En svo virðist sem við Íslendingar höfum átt eitthvað erfitt með að skilja þessa staðreynd. Góður iðnaðarmaður er gulls ígildi. Alveg á sinn hátt eins og góðir sjómenn eða bændur sem vita hvað þeir eru að gera. Maður bar mikla virðingu fyrir mönnum eins og Matthíasi í Smiðjunni á Þingeyri og Geira á Guggunni svo aðeins tveir séu nefndir. Þetta voru stórkostlegir menn, sem kunnu sitt fag.


   Bjarndís Friðriksdóttir er kona nefnd. Hún er málarameistari á Ísafirði eins og flestir vita. Bara fædd með pensil í höndum ef svo mætti segja. Hvers manns hugljúfi, alveg eins og málarameistarinn Friðrik Bjarnason pabbi hennar var. Vestfirskir  iðnaðarmenn af fyrstu gráðu.

...
Meira
09.03.2017 - 15:16 | Björn Ingi Bjarnason,Emil Ragnar Hjartarson,Vestfirska forlagiš

Į Nśpi ķ Dżrafirši voriš 1952

Į Nśpi ķ Dżrafirši voriš 1952. Ljósm.: Śr safni Emils R. Hjartarsonar.
Į Nśpi ķ Dżrafirši voriš 1952. Ljósm.: Śr safni Emils R. Hjartarsonar.
Nemendur landsprófsdeildar á Núpi vorið 1952 stilla sér upp til myndatöku við flaggstöngina á skólahlaði. Við vorum 17 , þar af sjö Vestfirðingar, frá Flateyri, Patreksfirði og Lokinhömrum í Arnarfirði.
Landsprófi lokið og leiðin greið inn í framhaldsskóla. Framtíðin misjafnlega ráðin, sumir búnir að taka ákvörðun, aðrir ekki. Við vitum núna að þarna við flaggstöngina eru sjómenn, þar er útgerðarmaður í Garðinum., sýslumaður, verzlunarmenn, skrifstofufólk, kennarar, ritstjórnarfulltrúi á Mogga, bankaútibússtjóri, verkfræðingur og auðvitað feður og mæður.
Síðustu dagar skólavistar á Núpi runnir upp og kominn tími til að kveðja staðinn sem var heimili okkar vetrarlangt með þakklæti fyrir viðurgerning allan....
Meira
08.03.2017 - 22:32 | Alžingi,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagiš

8. mars 1843 - Tilskipun konungs um endurreisn Alžingis

Jón Siguršsson frį Hrafnseyri viš Arnarfjörš.
Jón Siguršsson frį Hrafnseyri viš Arnarfjörš.
Alþingi Íslendinga var endurreist með tilskipun konungs Danmerkur og Íslands 8. mars 1843. 
Starfsemi þess hafði legið niðri í rúma fjóra áratugi. 
Þingið kom aftur saman 1. júlí 1845.

Alþingi Íslendinga er elsta og æðsta stofnun þjóðarinnar. Það var stofnað á Þingvöllum árið 930 og markar það upphaf þjóðríkis á Íslandi. Alþingi var allsherjar­ þing landsmanna. Þar voru samin lög og kveðnir upp dómar. Samkomudagur Alþingis var um eða upp úr miðjum júní og þinghaldið stóð um tveggja vikna skeið. Þingið sóttu goðar sem voru ráðandi í samfélaginu. Öllum frjálsum mönnum og ósekum var heimilt að koma á þingið. Þeir sem sóttu Alþingi dvöldust í búðum á Þingvöllum um þingtímann. ...
Meira
06.03.2017 - 21:23 | Vestfirska forlagiš,Hallgrķmur Sveinsson,Gušmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Nż sżn ķ byggšamįlum: - Landsbankinn fyrir landsbyggšina!

F.v.: Hallgrķmur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Gušmundur Ingvarsson.
F.v.: Hallgrķmur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Gušmundur Ingvarsson.

Fyrir nokkru talaði Þóra Arnórsdóttir í Kastljósi við ungan erlendan sérfræðing í bankamálum, Rob Galasky. Þessi ágæti maður sagði m. a. eitthvað á þessa leið:


   Sigurvegararnir í bankamálum verða þeir sem vinna út frá viðskiptavininum. Sá tími getur verið skammt undan að gjaldkerinn í stúkunni í útibúinu fái hærri laun en þeir sem nú stimpla sig inn í bönkunum og hirða hæstu launin.


Sparisjóðirnir voru þrautreynt fyrirkomulag


Sparisjóðirnir voru akkeri byggðanna. Þeir voru nokkurs konar heimabankar eða samfélagsbankar ef leyfist að nota það orð. Þar stjórnuðu heimamenn öllu innan stokks. Aðalfundur einu sinni á ári. Spilin lögð á borðið. Þegar ekki var hægt að fá fimmeyring í stóru bönkunum, þá lánuðu sparisjóðirnir sínu heimafólki. Til dæmis þegar menn voru að koma sér upp þaki yfir höfuðið og voru að bíða eftir húsnæðis-og lífeyrissjóðslánum. Peningar fólksins sjálfs voru í vinnu heimafyrir. Það var ekki um að tala að stóru bankarnir vildu lána fólki út á íbúðarhús í einhverjum krummaskuðum. Þetta er okkur minnisstætt. 

...
Meira
06.03.2017 - 07:00 | Vestfirska forlagiš,Morgunblašiš,Björn Ingi Bjarnason

Geriš reyfarakaup į Bókamarkašnum į Laugardalsvelli

« 1 af 2 »
Ekki aðeins má gera reyfarakaup á árlegum Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda, sem nýlega var opnaður í stúkubyggingu KSÍ á Laugardalsvelli, heldur líka kaupa bækur af ýmsu öðru tagi; fræðibækur, barnabækur, matreiðslubækur, skáldsögur, ljóðabækur og ævisögur.
Bækurnar eru frá ýmsum tímum, sumar gamlar, aðrar nýlegar og töluvert úrval er af verkum sem tilnefnd hafa verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ýmsum flokkum.

Markaðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-21 til 12. mars og því upplagt að skreppa eftir vinnu eða skóla og gefa sér tíma til að grúska og velja sér góðar bækur á góðu verði. Og/eða koma með börnin eða unglingana á heimilinu um helgina og leyfa þeim að velja sér bækur við hæfi. 

...
Meira
05.03.2017 - 07:03 | Vesturland,Vestfirska forlagiš,Björn Ingi Bjarnason

Frumkvöšullinn Frederick Howell – feršagarpur og ljósmyndari

Ein af ljósmyndum Howell, tekin 8. jślķ 1898 viš Žingeyri ķ Dżrafirši. Lķklega er hvķt frönsk fiskiskśta aš sķga inn į leguna og žaš veriš aš róa ķ land meš póst og tvęr konur meš stóra hatta.
Ein af ljósmyndum Howell, tekin 8. jślķ 1898 viš Žingeyri ķ Dżrafirši. Lķklega er hvķt frönsk fiskiskśta aš sķga inn į leguna og žaš veriš aš róa ķ land meš póst og tvęr konur meš stóra hatta.
« 1 af 2 »
Árið 1890 steig 33 ára gamall breskur skólastjóri á land í Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem hann kom til Íslands. Maðurinn hét fullu nafni Frederick William Warbeck Howell, fæddur 1857 í Norður-Wales. Hann hafði lesið bækur eftir breska ferðalanga sem höfðu fyrr á 19. öldinni haldið í eins konar pílagrímsferðir til Íslands. Þeir voru oftast innblásnir af rómantískum áhuga á norðurslóðum, brennandi í andanum eftir að hafa lesið íslenskar fornsögur. Fullir eldmóðs og áhuga á að sjá þetta fjarlæga sagnaland þarna lengst norður í hafi sem hafði á sér fjarstæðukenndan blæ elds og ísa og hét því undarlega lokkandi nafni: Ísland.

Framandi fuglar í frumstæðu landi

...
Meira
04.03.2017 - 20:50 | Vestfirska forlagiš,Hallgrķmur Sveinsson

Samgöngur į Vestfjöršum: - Ekki er sopiš kįliš žó ķ ausuna sé komiš!

Munni Dżrafjaršarganga ķ Arnarfirši. Ljósm.: Vegageršin.
Munni Dżrafjaršarganga ķ Arnarfirši. Ljósm.: Vegageršin.
« 1 af 3 »
Í áratugi hafa Vestfjarðagöng, brú á Önundarfjörð og Dýrafjörð og nýr vegur yfir Gemlufallsheiði aðeins komið að hálfum notum þjóðhagslega séð. Þegar Dýrafjarðargöng komast í gagnið, sem nú hillir undir, mun þetta breytast. Og miklir fjármunir sem liggja í áðurnefndum samgöngumannvirkjum loks koma að fullum notum fyrir þjóðfélag okkar. Það er stundum dýrt að vera fátækur og ennþá dýrara að kunna ekki að forgangsraða. Þetta höfum við oft rætt hér á Þingeyrarvefnum og víðar....
Meira
Eldri fęrslur
« Mars »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör