A A A
  • 1934 - Bjarni Kristjánsson
  • 1957 - Sigríğur Helgadóttir
  • 1987 - Leikskólinn Laufás
  • 1993 - Dagbjört Sævarsdóttir
26.10.2017 - 17:07 | Vestfirska forlagiğ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Dırafjarğargöng: - Ævintıriğ á Rauğsstöğum í Borgarfirği

Svilarnir Bjarni G. Einarsson og Guğmundur Ingvarsson staddir viğ munna Dırafjarğarganga. Şeir hafa komiğ mikiğ viğ sögu Şingeyrarhrepps í gegnum tíğina. Fá framfaramál hafa şeir látiğ sér óviğkomandi. Şağ yrği langur listi ef upp væri settur. Şar á meğal Dırafjarğargöng. Ljósm.: H. S.
Svilarnir Bjarni G. Einarsson og Guğmundur Ingvarsson staddir viğ munna Dırafjarğarganga. Şeir hafa komiğ mikiğ viğ sögu Şingeyrarhrepps í gegnum tíğina. Fá framfaramál hafa şeir látiğ sér óviğkomandi. Şağ yrği langur listi ef upp væri settur. Şar á meğal Dırafjarğargöng. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Þessa dagana er að hefjast ævintýri að Rauðsstöðum í Borgarfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Þar er auðvitað átt við Dýrafjarðargöng sem ætlunin er að ljúka innan þriggja ára. Komin eru 36 ár síðan farið var að tala um það mál af einhverri alvöru. Í tilefni af því að nú ætla menn að ganga að kjörborðinu, má vel færa fram þakkir til allra stjórnmálamannanna og annarra sem lagt hafa hönd á þennan plóg.


   Við höfum rifjað ýmislegt upp um jörðina Rauðsstaði hér á Þingeyrarvefnum. Þurfa menn ekkert annað en að fara í fréttamagasínið hér á síðunni til að skoða það, ef áhugi er fyrir hendi.


    Um daginn fórum við þrír félagar í kurteisisheimsókn að Dýrafjarðargöngum og í höfðustöðvar Suðurverks og Metrostav innan við Mjólkárvirkjun við frábærar móttökur. 

...
Meira
26.10.2017 - 06:57 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblağiğ,Vestfirska forlagiğ

26. október 1995 - Snjóflóğ féll á Flateyri

Flateyri nokkrum árum fyir snjóflóğiğ.
Flateyri nokkrum árum fyir snjóflóğiğ.
Tuttugu manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð kl. 4.07 að nóttu þann 26. október 1995.
Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegi. Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast á staðinn vegna veðurs. 

„Mannskæðustu náttúruhamfarir á landinu í manna minnum,“ sagði Tíminn....
Meira
25.10.2017 - 19:49 | Vestfirska forlagiğ,Morgunblağiğ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Guğmundur Eggertsson - Fæddur 29. jan. 1928 - Dáinn 16. okt. 2017 - Minning

Guğmundur Eggertsson (1928 - 2017).
Guğmundur Eggertsson (1928 - 2017).
Guðmund­ur Eggerts­son fædd­ist að Sæ­bóli í Hauka­dal í Dýraf­irði 29. janú­ar 1928. Hann lést 16. októ­ber 2017 á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skóg­ar­bæ í Reykja­vík.

Guðmund­ur var son­ur hjón­anna Eggerts Guðmunds­son­ar, f. 10.1. 1883, d. 14.5. 1966, og Guðríðar Gests­dótt­ur, f. 11.9. 1897, d. 13.1. 1993.


Systkini hans eru Jón Þor­berg f. 7.10. 1922, Andrés Magnús, f. 20.10. 1929, og Her­dís, f. 5.9. 1932, d. 23.9. 2001.


31.desember 1955 gift­ist Guðmund­ur Idu El­viru Óskars­dótt­ur, f. 4.7. 1932, d. 26.4. 2001. Ida var yngsta barn hjón­anna Óskars Vil­helms Ols­bo, f. 4.4. 1870, d. 1.5. 1963, og El­viru Henriettu Ols­bo, f. 5.4. 1893, d. 18.1. 1966.


Börn Idu og Guðmund­ar eru: 

...
Meira
25.10.2017 - 06:44 | Vestfirska forlagiğ,Safnahúsiğ á Ísafirği,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Sıning á verkum Dırfirğingsins Kristins Péturssonar

Ein af myndum á sıningunni er kunnugleg fyrir Önfirğinga.
Ein af myndum á sıningunni er kunnugleg fyrir Önfirğinga.
« 1 af 2 »

Þriðjudaginn 17. október sl. var opnuð sýning á verkum Dýrfirðingsins Kristins Péturssonar í sal Listasafns Ísafjarðar.
Sýningin er samvinnuverkefni Listasafnsins og Listasafns ASÍ. Á opnuninni fjallaði Jón Sigurpálsson um Kristinn og verk hans.


Kristinn fæddist 17. nóvember 1896 á Bakka í Hjarðardal í Dýrafirði.
Hann var snemma ákveðinn í því að leita sér mennta og hneigðist að myndlist þrátt fyrir erfið ytri skilyrði svo sem veikindi og takmarkaðan myndlistaraðgang. Að loknu kennaraprófi frá Kennaraskólanum sótti Kristinn tíma í teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og einnig Guðmundi Thorsteinssyni (Mugg) áður en hann hélt til Noregs 1923. Þar nam hann fyrst eitt ár við listiðnaðarskólann í Voss en komst þá inn í Listaakademíuna í Osló og lauk þaðan námi 1927. Í Noregi lagði Kristinn fyrst stund á höggmyndalist en snéri sér síðan að málverkinu og valdi þá framsækna deild Axel Revold. Kristinn kynnti sér líka grafík og vann eirstungur, fyrstur Íslendinga. Hann sótti nám til Parísar og Kaupmannahafnar, fór reglulega utan til þess að sjá helstu samtímalistviðburði auk þess að ferðast til að kynna sér listasöguna af eigin raun í Evrópu, Egyptalandi og Austurlöndum nær.

...
Meira
24.10.2017 - 06:32 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblağiğ,Vestfirska forlagiğ

Merkir Íslendingar - Karl O. Runólfsson

Karl O. Runólfsson (1900 - 1970).
Karl O. Runólfsson (1900 - 1970).

Karl Ottó Run­ólfs­son tón­skáld fædd­ist í Reykja­vík 24. október árið 1900. Hann var son­ur Run­ólfs Guðmunds­son­ar, sjó­manns og verka­manns í Reykja­vík, og k.h., Guðlaug­ar M. Guðmunds­dótt­ur hús­freyju.


Fyrri kona Karls var Mar­grét Kristjana Sig­urðardótt­ir sem lést korn­ung, 23 ára. Seinni kona Karls var Helga, dótt­ir Kristjáns Þorkels­son­ar, hrepp­stjóra í Álfs­nesi. 


Karl lærði prentiðn í Guten­berg, lauk svein­prófi 1918 og starfaði við prent­verk til 1925. Hann fór þá til Kaup­manna­hafn­ar, lærði þar á trom­pet hjá Lauritz Sör­en­sen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að út­setja lög fyr­ir lúðrasveit­ir hjá Dyr­ing. Þá stundaði hann nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1934-39, lærði þar tón­smíðar hjá Frans Mixa og að út­setja lög fyr­ir hljóm­sveit­ir hjá Victor Ur­bancic.


Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísa­fjarðar 1920 og 1922-23

...
Meira
23.10.2017 - 17:29 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Ólafur V. Şórğarson,Vestfirska forlagiğ

Fiskveiğiheimildir 1. sept. 2017-31. ágúst 2018: - Kvótinn á Şingeyri á hinu nıbyrjağa fiskveiğiári

Ólafur V. Şórğarson.
Ólafur V. Şórğarson.

Frá útsendara vorum í Hafnarfirði, hinum gamla kvótagreifa Ólafi V. Þórðarsyni frá Auðkúlu í Auðkúluhreppi í Arnarfirði:


Hér kemur umbeðin kvótaskýrsla.

Þá er búið að breyta öllum aukategundum í þorskígildi, en þær eru að sjálfsögðu í litlum mæli yfirleitt.

...
Meira
23.10.2017 - 17:24 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerğin,Vestfirska forlagiğ

NOKKUĞ AF VATNI Í BERGINU

Í síðustu viku voru grafnir 62,5 m í Dýrafjarðargöngum og göngin orðin 312,6 m að lengd. Eftir stíganda í greftrinum frá því að framkvæmdir hófust var heldur hægari gangur í síðustu viku samanborið við vikuna á undan. Það helgast af því að vikunni var byrjað á fyrsta útskoti ganganna.


Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur nokkuð af vatni komið úr berginu undanfarið og því hafa verið boraðar drenholur í þekju til að leiða vatn úr berginu. Efni úr jarðgöngum hefur verið keyrt á haugsvæði og í fyllingar.

...
Meira
22.10.2017 - 10:30 | Björn Ingi Bjarnason,Elfar Logi Hannesson,Hallgrímur Sveinsson,Komedia,Vestfirska forlagiğ

Gísli á Uppsölum snır aftur

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.

Sýningar á hinu áhrifamikla og vinsæla leikriti Gísli á Uppsölum hefjast að nýju nú í lok október. 

Nú þegar er búið að bóka sýningar vítt og breytt um landið. Leikurinn hefst fyrir vestan þaðan liggur leiðin suður og svo norður. Leikritið hefur fengið afskaplega góða dóma gagnrýnenda sem áhorfenda um land allt. Nú þegar hefur leikurinn verið sýndur 66 sinnum sem er allavega 50 sinnum meira en við reiknuðum með. Draumur okkar í Kómedíuleikhúsinu er að geta farið með Gísla á Uppsölum í öll þorp og bæji landsins. 24 eru sýningarstaðirnir orðnir í dag og á næstunni bætast enn fleiri staðir við. Kómedíuleikhúsið tekur öllum boðum vel og með miklum áhuga svo við hvetjum hið duglega hugsjónafólk sem starfar um land allt til eflingar eigin héraðs að hafa samband. 


Fyrsta sýning á Gísla á Uppsölum eftir stutt sýningarhlé verður á dvalarheimilinu Hlíf Ísafirði 24. október komandi. 

...
Meira
Eldri færslur
« Nóvember »
S M Ş M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör