A A A
16.10.2018 - 15:07 |

Fyrsta sprenging

Á morgun, miðvikudaginn 17. október, kl. 15 verður fyrsta sprengja sprengd hér Dýrafjarðarmegin í Dýrafjarðargöngum. Í tilefni þess bjóða verktakarnir áhugasömum heimamönnum að vera viðstaddir. Engar veitingar verða framreiddar, en viðstöddum gefst færi á að rölta upp að sprengjusvæði að sprengingu lokinni og virða svæðið fyrir sér.

Vegurinn frá Ketilseyri að vinnusvæði er lélegur og því einungis fær jeppum. Stígvél eru æskilegur skóbúnaður.

Ályktun frá Þingeyrarakademíunni:

 

Fréttir úr miðbæ Reykjavíkur herma að þar sé verið að byggja einhverjar ofuríbúðir og lúxusverslanir. Ekki nóg með það. Heldur ofur bílakjallara undir strætum og torgum, þar sem gætir sjávarfalla. Margrét Kristín Blöndal, formaður Leigjendasamtakanna, segir að ástandið í leigumálum hafi aldrei verið verra. Það sé hreint út sagt skelfilegt. Bíllinn er náttúrlega númer 1, 2 og 3. Og forsætisráðherrann okkar horfir á út um gluggann hjá sér. Og er ekki borgarstjórinn þarna handan við húshornið?

Þingeyrarakademíunni finnst nú eiginlega nóg komið af bílakjöllurum, verslunarhúsnæði og hótelum. En við verðum að byggja hentugar íbúðir yfir lifandi fólk sem er nánast á götunni. En hótel skal byggja á kirkjugarðinum. Það segir sig sjálft. Þá er vitleysan fullkomnuð. Íslensk stjórnsýsla er því miður oft algjörlega úti að aka og virðist vera að hruni komin. Það skyldi þó ekki vera að margir sem stjórna þar á bæ séu orðnir skaðmenntaðir? 

Við flytjum inn erlenda  verkamenn í stórum stíl. Fjöldi þeirra eru látnir þræla á smánarlaunum og búa við hörmungar. Margir atvinnuveitendur þeirra stela af þeim öllu steini léttara. Hvað margir þeirra skyldu hafa fellt blóð, svita og tár við umrædda bílakjallara og snobbhýsi beint fyrir framan nefið á stjórnvöldum landsins?

Við leyfum okkur að minna á orð Stefáns Karls heitins leikara: Dustum vitleysuna burt!

08.10.2018 - 08:26 | Hallgrķmur Sveinsson

Smalamennskur į fullu ķ Vestfirsku Ölpunum

Žetta er nś hann Siguršur Žorkell Vignir frį Ketilseyri meš hvelpa tvo. Žeir verša įbyggilega góšir smalahundar meš tķmnum.
Žetta er nś hann Siguršur Žorkell Vignir frį Ketilseyri meš hvelpa tvo. Žeir verša įbyggilega góšir smalahundar meš tķmnum.
« 1 af 4 »

Þessa dagana hefur allt verið á fullu í Vestfirsku Ölpunum. Það er smalað, smalað og smalað. Þar er sko ekkert verið að dunda neitt, enda menn sem kunna til verka. Á Hófsárdal, Gljúfrárdal, Þorbjarnardal, Hrafnseyrardal og inndölum hans Geldingadal og Hauksdal, Húsadal, Tjaldanesdal, Baulhúsadal, Krákudal, Stapadal, Lokinhamradal, Dalsdal og Hafnardal. Dýrafjarðamegin í Kjaransstaðadal, Ketilseyrardal, Brekkudal, Geldingadal, Galtardal, Kirkjubólsdal, Meðaldal, Haukadal, Eyrardal og Keldudal. Úff! Maður verður bara hálf ringlaður ef maður nefnir fleiri dali! 

Um síðustu helgi var smalað í Haukadal. Þar voru smalarnir á öllum aldri, allt frá eins árs upp í 78 ára. Og allt gekk eins og í lygasögu í frábæru veðri. Miðbæjarkallinn, sem er yfirmaður á þeim slóðum til sjós og lands, var bara mjög ánægður. Sama mátti segja um Friðbert Jón, stórbónda í Hólum.

Formaður Fyrirstöðufélagsins í Eyjum, Þorbergur þari, var mættur á svæðið. Var hann með sinn besta mann með sér, en það er auðvitað Dagbjartur Noregssmali. Hann er nú hirðmaður Haraldar kóngs stórbónda. Haraldur gæti vel verið íslenskur sauðfjárbóndi af gamla skólanum, eftir útliti og hátterni að dæma, enda náskyldur okkur. Sama má segja um spúsu hans, Sonju drottningu. Hún gæti þess vegna verið drífandi húsfreyja á hvaða bæ sem er hér hjá okkur. Mikil búkona og myndarleg.


Nú, nú. Meira seinna.


Hér fylgja með nokkrar myndir frá réttarhaldi á Auðkúlu, sem H. S. tók fyrir nokkrum árum.

Vinnubśširnar ķ Dżrafirši
Vinnubśširnar ķ Dżrafirši
« 1 af 4 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 39 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Byrjað var á lokastyrkingum í hægri vegg í göngunum. Bergboltum var komið fyrir á um 300 m kafla og sprautusteyptir voru 75 m áður en sementið kláraðist. Að auki var sprengt fyrir tengibrunnum við útskot B og H. 

 

Í syðsta hluta vegarins í Arnarfirði var sett niður eitt ræsi og neðra burðarlag lagt á um 350 m kafla. Öðru ræsi var komið fyrir í tengiveginum að Mjólkárvirkjun. Í Dýrafirði var haldið áfram með fyllingavinnu í veg.

 

Syðri stöpull brúarinnar yfir Mjólká var steyptur á miðvikudeginum.

 

Byrjað var að taka niður steypustöðina og undirbúa fyrir flutning norður í Dýrafjörðinn. Í Dýrafirði var unnið við uppsetningu á verkstæðistjöldum, skrifstofum og vinnubúðum.

25.09.2018 - 14:57 |

Frį Hreppsnefnd Auškśluhrepps

Til hamingju með áfangann Metrostav og Suðurverk!


Á laugardaginn um kl. 17 sprengdi verktakinn síðustu færuna í göngunum Arnarfjarðarmegin og var slegið til mikillar matarveislu um kvöldið. Svo segir á bb.is.

Það síaðist út í morgun, að hreppsnefnd Auðkúluhrepps hafi haldið símafund í sveitasímanum á miðnætti í gærkvöld í tilefni þessara merku þáttaskila. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að færa verktökunum Metrostav og Suðurverki einlægar hamingjuóskir með áfangann. Hrópuðu hreppsnefndarmenn ferfalt húrra fyrir þessum köppum svo glumdi við í öllum símum í
hreppnum. Enda margir að hlusta!

Hallgr. Sveinsson.

24.09.2018 - 12:22 |

Garšagleši į Žingeyri

Pakkhśsiš
Pakkhśsiš
« 1 af 2 »

Þegar fréttaritari Þingeyrarvefsins átti leið um bæinn þá voru skrúðgarðyrkjumeistarinn Kristín, Heiðrún og Kópur við óða önn að hlaða vegg framan við pakkhúsið.

 

Hinn hlutann hlóð Kristín fyrir 10 árum síðan, og nú loks fékkst fjármagn til að klára verkið, en stefnt er að því að veggurinn verði klár fyrir lok vikunnar. Fyrirtæki Kristínar Garðagleði hefur hlaðið veggi og stéttir víða um land í sumar, en meðal annars gerðu þær svæðið við Dynjanda að því prýði sem það er í dag.

19.09.2018 - 22:20 |

Vika 37

« 1 af 3 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 37 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Í viku 37 voru grafnir 90,1 m í göngunum.


Lengd ganganna í lok viku 37 var 3.579,9 m sem er 67,5% af heildarlengd ganganna. Í lok vikunnar voru 105,3 m í hábunguna í göngunum.

 

Þunna rauða setlagið sem var að koma í ljós í lok síðustu viku reis upp eftir sniðinu eftir því sem lengra var farið og undir því er ágætis basalt. Farið var í gegnum berggang sem kvíslaðist stundum í tvær greinar.

 

Efnið úr göngunum var keyrt í fláafleyga næst munnanum. Unnið var við skeringar í syðsta enda vegarins.

 

Unnið var alla vikuna við járnabindingar á syðri stöpli Mjólkárbrúar.

 

Í Dýrafirði var haldið áfram með vegfyllingar og við að koma upp aðstöðu s.s. búðum og verkstæðum.

 

Unnið var við bergstyrkingar í forskeringunni og er búið að merkja fyrir munnanum.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá skeringu suður af Mjólkárvirkjun og mynd frá verktakanum sem sýnir staðsetningu munnans í Dýrafirði.

Žingeyrarakademķan
Žingeyrarakademķan

Ávarp til Alþingis frá Þingeyrarakademíunni:

 

Góðir alþingismenn


Þingeyrarakademían biður ykkur að íhuga vandlega eftirfarandi orð forseta Íslands við þingsetninguna:

   „Hvað er dýrmætara en heilsa og hamingja? Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? Hvað skiptir máli þegar allt kemur til alls?“ 

   Þessi orð forsetans ættu að vera ykkur leiðarljós. Eiturlyfin, kvíði, vanlíðan og einelti eru málefni dagsins. Við biðjum ykkur að röfla minna, kæru vinir. Þá hlustið þið betur hvert á annað. Gefið símanum frí í þingsalnum. Þar eru sömu lögmál og í skólastofunni.    Forgangsraðið fjárveitingum. Þeir sem nóg hafa þurfa ekki meira. Útrýmið fátækt með einu pennastriki. Og munið eftir þeim sem eru utangarðs! Dustið svo vitleysuna í burtu eins og Stefán Karl leikari ráðlagði okkur. Við tökum sterklega undir með þingkonunni Halldóru Mogensen:

   „Framtíðin getur ekki snúist um auðsöfnun og síaukna neyslu. Hún þarf að snúast um tilgang og réttláta og sjálfbæra velmegun. Læra meira, vinna meira, kaupa meira, flýta sér meira, meira — deyja. Er það furða að einstaklingar sem alast upp í slíku kerfi upplifi tilgangsleysi?“

   Takið svo lagið einstaka sinnum til að styrkja móralinn. 

  

Hvað er Þingeyrarakademían?

Þingeyrarakademían er stór hópur manna og kvenna sem stundar morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiskonar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd.

Eldri fęrslur
« Desember »
S M Ž M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31