A A A
 • 1972 - Edda Björk Magnúsdóttir
 • 1980 - Erna Höskuldsdóttir
 • 1998 - Dýrleif Arna Ómarsdóttir
14.05.2017 - 20:42 | Vestfirska forlagið,forseti.is,Björn Ingi Bjarnason

Ólafur Ragnar Grímsson er 74 ára í dag - 14. maí 2017

Ólafur Ragnar Grímsson, f.v. forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, f.v. forseti Íslands.
« 1 af 3 »

Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Hann var forseti 1996 - 2016. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar. 


Ólafur Ragnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein.


Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og lagði grunn að kennslu í stjórnmálafræði, þá nýrri námsbraut við Háskóla Íslands. Árið 1973 var hann skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Á árunum 1970-1988 mótaði hann kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, einkum á íslenska stjórnkerfinu og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjórnmálafræðinga.


Ólafur Ragnar Grímsson lét snemma að sér kveða á vettvangi íslenskra þjóðmála

...
Meira
14.05.2017 - 07:05 | Vestfirska forlagið,Jónshús í Kaupmannahöfn,Björn Ingi Bjarnason

Húsfyllir hjá Jóni Kr. í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

Jón Kr. Ólafsson syngur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og Jón Sigurðsson fylgist með á vegg.
Jón Kr. Ólafsson syngur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og Jón Sigurðsson fylgist með á vegg.
« 1 af 7 »
Húsfyllir var hjá Jóni Kr. Ólafssyni frá Bíldudal og léttsveit á tónleikum  í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 7. maí sl.

Hér koma nokkrar myndir frá skemmtilegum tónleikum með Jóni Kr. Ólafssyni og félögum sem haldnir voru í Jónshús sl. sunnudag.

Eins og sjá má var fullt hús og mikil stemmning....
Meira
13.05.2017 - 20:51 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Ný bók að vestan: - Vestfirskar sagnir 4. hefti komin út hjá Vestfirska forlaginu

« 1 af 2 »
Sagnabálkurinn Vestfirskar sagnir, sem Helgi Guðmundsson safnaði og skráði, hefur verið ófáanlegur í áratugi. Vestfirska forlagið gefur hann nú út á nýjan leik í heiðursskyni við Helga og útgefandann, Guðmund Gamalíelsson. Enda löngu tímabært. Fjórða heftið er farið í dreifingu hjá forlaginu. Þrjú hefti eru áður komin út. 
Gunnhildur Sumarliðadóttir á Sveinseyri í Dýrafirði kemur mikið við sögu í 4. heftinu. Harmsaga hennar er mörgum hugleikin. Gunnhildur var uppi á 18. öld, drukknaði á hörmulegan hátt og gekk aftur að sögn alþýðu. Henni er svo lýst að hún hafi verið kona fríð sýnum. En hæðin þótti hún og náði því ekki alþýðuhylli. Hún átti ekki miklum vinsældum að fagna á heimili sínu, enda talið að hún hafi verið kuldastrá fjölskyldunnar....
Meira
13.05.2017 - 06:31 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Guðlaug Júlíana Vagnsdóttir - Fædd 14. ágúst 1932 - Dáin 28. apríl 2017 - Minning

Guðlaug Júlíana Vagnsdóttir (1932 - 2017).
Guðlaug Júlíana Vagnsdóttir (1932 - 2017).
« 1 af 2 »
Guðlaug Júlí­ana Vagns­dótt­ir fædd­ist á Ósi í Mos­dal við Arn­ar­fjörð 14. ág­úst 1932. Hún lést á Fjórðungs­sjúkra­hús­inu á Ísaf­irði 28. apríl 2017.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Vagn Þor­leifs­son, f. 1898, d. 1979, og Sól­veig Guðbrands­dótt­ir, f. 1909, d. 1969. Þau eignuðust þrett­án börn og var Guðlaug sjö­unda barn þeirra hjóna.


Systkini; Gunn­ar (hálf­bróðir sam­feðra) f. 1918, d. 1977, Val­gerður, f. 1925, d. 1983, Þor­leif­ur, f. 1926, d. 2014, Hall­dóra, f. 1927, d. 2001, Mar­geir, f. 1929, d. 2000, Kristjana, f. 1931, El­ín­borg, f. 1933, d. 1992, Vagna, f. 1935, Aðal­heiður, f. 1937, Snæv­ar, f. 1939. Ómar, f. 1940, og Mál­fríður, f. 1944.


Guðlaug og Aðal­steinn Gunn­ars­son frá Hofi gengu í hjóna­band á aðfanga­dags­kvöld 1953.

...
Meira
12.05.2017 - 21:17 | Vestfirska forlagið,Sjónvarpsstöðin -N4-,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

BÆTA VERÐUR INNVIÐINA

Guðrún Hanna Óskarsdóttir, húsmóðir í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði og tengdamóðir Dýrafjarðar. Hún opnar nú á helginni kaffihúsið Kaffi Sól í Neðri-Breiðadal.
Guðrún Hanna Óskarsdóttir, húsmóðir í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði og tengdamóðir Dýrafjarðar. Hún opnar nú á helginni kaffihúsið Kaffi Sól í Neðri-Breiðadal.
« 1 af 3 »

Guðmundur Hálfdánarson prófessor við Háskóla Íslands segir að bæta verði innviði Vestfjarða, þannig að byggð haldist þar. Fleira þurfi að koma til, svo sem pólitískar ákvarðanir.
Þetta kemur fram í þætti um Vestifrði á N4 á sunnudagskvöld. Guðmundur var einn fyrirlesara á málþinginu Vestfiska vorið sem var haldið á Flateyri um síðustu helgi.


Þetta kemur fram í þætti um Vestifrði á N4 á sunnudagskvöld, 14. maí, kl. 21:30.

Í stiklu úr þættinum er einnig rætt við Guðrúnu Óskarsdóttur í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði.

...
Meira
12.05.2017 - 07:08 | Björn Ingi Bjarnason,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Aðalfundur Verk Vest 17. maí 2017

Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga haldinn miðvikudaginn 17. maí 2017 kl.18.00 á Hótel Ísafirði.


Boðið verður upp á léttan málsverð í upphafi fundar.


Dagskrá: • Skýrsla stjórnar

 • Kynntur ársreikningur fyrir starfsárið 2016

 • Lýst kjöri stjórnar, varamanna, trúnaðarráðs og skoðunarmanna

 • Tillaga um lagabreytingar

 • Tillögur um reglugerðabreytingar:

 • a) Sjúkrasjóðs

 • Kosning framkvæmdastjórnar sjúkrasjóðs

 • Ákvörðun félagsgjalds og hlutfall í vinnudeilusjóð

 • Lögð fram tillaga um laun til stjórnar og nefnda

 • Önnur mál


Allir félagsmenn eiga jafnan atkvæðis- málfrelsis- og tillögurétt á aðalfundi og eru hvattir til að nýta sér þann rétt.


Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga

...
Meira
11.05.2017 - 17:05 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

11. maí 1921 - Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi

Togarinn Jón forseti. Fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.
Togarinn Jón forseti. Fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.
« 1 af 2 »
Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921. 

Sam­kvæmt þeim áttu há­set­ar á tog­ur­um að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sól­ar­hring hverj­um,“ en áður höfðu sjó­menn þurft að standa vakt­ir í tvo til þrjá sól­ar­hringa. 

Hvíld­ar­tím­inn var lengd­ur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955....
Meira
11.05.2017 - 15:15 | Björn Ingi Bjarnason,Blaðið - Vestfirðir,Vestfirska forlagið,Ólafur B. Halldórsson.

Dýrafjarðargöng - síðbúin en langþráð

« 1 af 2 »
Þegar það var þjóðinni kynnt að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hæfust í ár kom mér fyrst í hug litla atviksorðið loksins eða, eins og Bretar myndu orða það, „at long last“. Svo lengi hafa íbúar Vestfjarða mátt þola að þessari brýnu framkvæmd hafi verið frestað, ýmist vegna mikillar þenslu í „góðæri“ eða fjárskorts eftir sögulegt fall fjármálakerfis okkar. Sömuleiðis hafa tvær fyrrum ráðherrar samgöngumála tjáð mér að „einkaframkvæmdin“ 
Vaðlaheiðargöng hafi beinlínis orsakað enn lengri frestun þess sem brýnna var að flestra mati. Því hefði mátt ætla að rétti tíminn væri „pólitískur ómöguleiki“. Nýjasta uppákoma stjórnmálanna var að samþykkja samgönguáætlun að hausti og fjárlög í sátt og samlyndi fyrir jól. Að loknu jólaleyfi kom síðan í ljós að það hafði „gleymst“ að fjármagna Dýrafjarðargöng....
Meira
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör