A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
Frá fundinum í burstabænum. Í forgrunni eru þau hjón Kristín Kristjánsdóttir frá Neðri-Hjarðardal og Gunnlaugur Magnússon, lengi vörubifreiðarstjóri á Þingeyri og utanbúðarmaður hjá K.D
Frá fundinum í burstabænum. Í forgrunni eru þau hjón Kristín Kristjánsdóttir frá Neðri-Hjarðardal og Gunnlaugur Magnússon, lengi vörubifreiðarstjóri á Þingeyri og utanbúðarmaður hjá K.D
« 1 af 4 »
Úr gömlum fundargerðum: Aðalfundur Gosa á Þingeyri í léttum dúr að venju. Aðalfundur Bridgefélagsins Gosa á Þingeyri fyrir nokkur ár var haldinn í Burstabæ Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 22. júní 2001. Var hann fjölsóttur af báðum kynjum og þótti rart, þar sem aðeins ein bridgekona, Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Dýrhól, telst virk á Þingeyri í dag og var hún á fundinum með mikinn, svartan hatt, samkvæmt New York tísku og vakti mikla lukku. Gosi er elsta starfandi bridgefélag á Vestfjörðum og þykir því hlýða að skýra nokkuð frá þessum merka aðalfundi félagsins....
Meira
25.11.2008 - 01:55 | bb.is

Flutningabíll valt á Hrafnseyrarheiði

Flutningabíll valt á Hrafnseyrarheiði í nótt. Mynd: Steinar Jónasson.
Flutningabíll valt á Hrafnseyrarheiði í nótt. Mynd: Steinar Jónasson.
Flutningabíll valt á Hrafnseyrarheiði í nótt en flughálka var á veginum. Bíllinn sem var með fullfermi af fiski var uppi á háheiðinni og á leið niður snarbratta hlíðina þegar óhappið varð. Þrátt fyrir að bíllinn væri vel útbúinn og með keðjum dugði það ekki til og bíllinn fór út af veginum með þeim afleiðingum að gámagrindin slitnaði frá bílnum. Bílstjórinn slapp ómeiddur en mikið tjón varð á bílnum. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að bjarga farminum.
Umsjón með tónleikunum hafa tónlistarhjónin Krista og raivo Sildoja. Mynd: bb.is
Umsjón með tónleikunum hafa tónlistarhjónin Krista og raivo Sildoja. Mynd: bb.is
Tónlistarnemar í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri halda tónleika í félagsheimili staðarins í kvöld. Þeir leika á ýmis hljóðfæri svo sem fiðlu, gítar, harmóníku, píanó og blokkflautu auk þess sem Sönghópur skólans kemur fram. Dagskráin er fjölbreytt, fyrir hlé er að mestu einleiksatriði en eftir hlé er samleikur í aðalhlutverki. Í hléi verður selt kaffi. Umsjón með tónleikunum og dagskránni hafa tónlistarhjónin Krista og Raivo Sildoja sem starfað hafa á Þingeyri undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast kl. 19.
Vestfirðingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Vestfirðingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Um þessar mundir stendur Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum fyrir könnun meðal Vestfirðinga um viðhorf þeirra til ferðaþjónustunnar. Markmið könnunarinnar er að fá að vita hvort heimamenn séu ánægðir með uppbyggingu ferðaþjónustunnar, hvort þeir vilja leggja meiri áherslu á ferðaþjónustu sem atvinnugrein á Vestfjörðum eða hvort þeir vilji leggja áherslu á aðrar atvinnugreinar. Rannsóknin var send til eitt þúsund Vestfirðinga. Að sögn Írisar Hrundar Halldórsdóttur, sem vinnur könnunina ásamt Öldu Davíðsdóttur, hefur ekki borist nóg af svörum og hefur skilafrestur því verið lengdur til 30. nóvember. Íris hvetur þá sem lentu í úrtakinu að skila inn svörunum.
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Í lok september hófust körfubolta- og fótboltaæfingar hjá nemendum í 4. til 10. bekk í Gunnskólanum á Þingeyri. Æfingarnar hafa gengið vonum framar og ber tölfræðin vitni um það. Af nemendum 7. til 10. bekk hafa að meðaltali 76,7% nemenda mætt á hverja körfuboltaæfingu og 82% nemenda hafa komið í heildina. Í fótboltanum hefur þetta hlutfall ekki verið mikið lægra en að meðaltali hafa 73,5% nemenda í 7.-10. bekk verið að mæta á þær æfingar. Þá hafa að jafnaði 53% nemenda í 4.-6. bekk sótt æfingar.„ Nokkuð góður grunnur var til staðar á meðal nemenda á knattspyrnusviðinu en körfubolti var óþekkt íþrótt og því virkilega skemmtilegt að innleiða íþrótt þar sem allir byrjuðu með sömu þekkingu á leiknum. Hafa nemendur tekið miklum framförum", segir Bogi Ragnarsson, íþróttaþjálfari barnanna en hann er einnig skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri....
Meira
18.11.2008 - 02:11 | JÓH

Framkvæmdir við Hjarðardalsá ganga vel

Brúin yfir Hjarðardalsá er nú tvíbreið. Myndin var tekin 8.nóv. Mynd: Jóhanna Ósk Halldórsdóttir
Brúin yfir Hjarðardalsá er nú tvíbreið. Myndin var tekin 8.nóv. Mynd: Jóhanna Ósk Halldórsdóttir
Þessa dagana er unnið að framkvæmdum við nýja brú yfir Hjarðardalsá í Dýrafirði en unnið er að tvöföldun hennar. Framkvæmdir hófust í byrjun júní síðastliðinn og fyrir rúmri viku var lagt slitlag á veginn við brúna. Nú er eftir smá frágangur og einnig á eftir að setja upp vegrið. Brúarvinnuflokkur Vegargerðarinnar undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar byggði brúna, en fyrirtækið Græðir í Varmadal sá um jarðvinnuna undir eftirliti Geirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni. Brúin yfir Hjarðardalsá var gömul einbreið brú og voru framkvæmdir gerðar samkvæmt vegaáætlun.
18.11.2008 - 02:08 | 123.is/stormur

Unnið við reiðvegagerð í Dýrafirði

Á myndinni er tæki frá Gröfuþjónustu Bjarna Jóhannssonar að störfum.
Á myndinni er tæki frá Gröfuþjónustu Bjarna Jóhannssonar að störfum.
Þessa dagana er verið að vinna við reiðvegagerð í Dýrafirði, laga gamla reiðleið og tengja saman með nýjum reiðvegi á leiðinni frá Höfðahlíð inn að Dýrafjarðarbrú.Það er Hestamannafélagið Stormur sem annast framkvæmd á verkinu í samráði við Vegagerð Ríkisins og landeigendur á svæðinu. Um 2,5 miljónir eru til ráðstöfunnar að þessu sinni sem koma úr reiðvegasjóði L.H.
17.11.2008 - 21:36 | HS

Á förnum vegi

Bjarni og Andrés. Mynd: Hallgrímur Sveinsson
Bjarni og Andrés. Mynd: Hallgrímur Sveinsson
Þessa tvo heiðursmenn hittum við þar sem þeir sátu á gjótkantinum fyrir neðan Bjarnaborg á Þingeyri og báru saman bækur sínar, í ágúst í sumar. Bjarni Georg Einarsson til vinstri og Andrés G. Jónasson til hægri. Þeir voru báðir meðal burðarása hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga þegar það var og hét. Bjarni, sem er til vinstri á myndinni, var verkstjóri í frystihúsinu og árum saman útgerðarstjóri. Andrés var verksmiðjustóri í Beinaverksmiðju félagsins í áratugi, en sú deild malaði félaginu ómælt gull í um 50 ár. Þeir félagar hafa báðir lifað tímana tvenna og þrenna í atvinnusögu Dýrafjarðar. Þeir eru báðir ungir í anda, bera aldurinn vel og húmorinn er enn á sínum stað.
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30