A A A
Grunnskólar Ķsafjaršar eru fjórir og eru į Ķsafirši, Sušureyri, Žingeyri og Flateyri. Mynd: bb.is
Grunnskólar Ķsafjaršar eru fjórir og eru į Ķsafirši, Sušureyri, Žingeyri og Flateyri. Mynd: bb.is
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að breyta þurfi reglum um nemendaheimsóknir í grunnskóla sveitarfélagsins. Er það m.a. gert í ljósi breyttra aðstæðna margra nemenda sem búa við sameiginlegt forræði foreldra sinna yfir þeim og dvelja jafnvel í nokkrar vikur í senn hjá hvoru foreldri fyrir sig. Starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar....
Meira
17.10.2008 - 23:19 | bb.is

Flugslysaęfing į Žingeyri

Frį Žingeyrarflugvelli.
Frį Žingeyrarflugvelli.
Flugslysaæfing verður haldin á Þingeyri á morgun. Flugverndar- og björgunardeild Flugstoða hefur yfirumsjón með æfingunni en að henni koma ýmsir aðilar enda að mörgu er að hyggja ef flugslys verður í raunveruleikanum. Samstarfsaðilar Flugstoða eru fyrst og fremst heimamenn, þ.e. þeir sem sjá um að æfingin fari fram, svo eru ýmsir samstarfsaðilar eins og Ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn, Landsspítali háskólasjúkrahús, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar, Rannsóknarnefnd flugslysa, Landhelgisgæslan, Biskupsstofa, Neyðarlínan og fleiri....
Meira
15.10.2008 - 23:26 | bb.is

Rafmagnslaust į Žingeyri ķ gęrkvöldi

Žingeyri. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Žingeyri. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Háspennulína, sem liggur frá aðveitustöð Orkubús Vestfjarða í Dýrafirði og yfir á Þingeyri, slitnaði í gærkvöldi og var því rafmagnslaust á Þingeyri til miðnættis á meðan viðgerðum stóð. Ljósavél OV á Þingeyri var gangsett fljótlega eftir að rafmagnið fór af og kom þá rafmagn á hálft þorpið. Halldór Þórólfsson, rafmagnsverkfræðingur hjá OV, segir að ekki hafi verið unnt að koma rafmagni á allt þorpið vegna bilunarinnar sem kom upp á háspennulínunni. Halldór segir að starfsmaður OV sem er á Þingeyri sé í veikindaleyfi og því hafi þurft að kalla út rafvirkja á Þingeyri til að setja ljósavélina í gang. „Háspennulínan er á milli bæjarfélaga og það tekur oft langan tíma að komast að þeim bilunum og gera við," segir Halldór.
Fiskvinnsla Vķsis į Žingeyri.
Fiskvinnsla Vķsis į Žingeyri.
FiskvinnslaVísis á Þingeyri hefur farið vel af stað eftir vinnslustopp. Liðlega tuttugu manns starfa við fyrirtækið í dag og er aðallega verið að vinna uppþýdd léttsöltuð fiskflök. Viðar Friðgeirsson, rekstrarstjóri hjá Vísi, segir að hráefnistaða vinnslunnar sé mjög góð í augnablikinu og að fyrirtækið sé vel statt til lengri tíma litið varðandi hráefnisöflun. „Hráefnisstaða okkar er góð og einn Vísis-bátur er á leiðinni vestur í vikunni og mun byrja að fiska fyrri vinnsluna þegar hann kemur til Þingeyrar," segir Viðar.
15.10.2008 - 23:24 | Tilkynning

Įrshįtķš Dżrfiršingafélagsins aflżst

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og dræmra undirtekta félagsmanna, sjá stjórn og skemmtinefnd Dýrfirðingafélagsins sér ekki annað fært en að aflýsa auglýstri árshátíð félagsins sem vera átti 18. október n.k. Það er einlæg von okkar og trú að með dugnaði, samstöðu og samkennd munum við vinna okkur út þeim vanda sem við okkur blasir í dag. Tökum utan um hvert annað og hugsum vel um það sem mestu máli skiptir í lífinu, heilsuna, fjölskylduna og góða vini....
Meira
14.10.2008 - 23:30 | Tilkynning

Til skrafs og rįšagerša fyrir ķbśa bęjarins

Opinn fundur um efnahagsmál og þær þrengingar sem landsmenn standa frammi fyrir verður haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði klukkan 20, miðvikudaginn 15.október. Á fundinum fer Halldór Halldórsson bæjarstjóri yfir stöðu mála og kynnir hugmyndir að viðbrögðum vegna atburða síðustu daga. Þá verður Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri og íþróttaþjálfari, með stutt erindi um lífsgildi og mikilvægi þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu á álagstímum.
...
Meira
Frį vorkaffi Dżrfiršingafélagsins 2007
Frį vorkaffi Dżrfiršingafélagsins 2007
Því miður hafa undirtektir vegna fyrirhugaðrar árshátíðar Dýrfirðingafélagsins 18. október n.k. verið mjög dræmar. Þeir sem ætla sér að mæta á árshátíðina en hafa ekki enn pantað miða eru beðnir að hafa samband við Hönnu Jónu Ástvaldsdóttur í síma 567-6323, netfang hja@visir.is eða Bergþóru Valsdóttur í síma 824-1958, bergtora.vals@gmail.com í síðasta lagi miðvikudaginn 15. október. Nánari upplýsingar um árshátíðina má sjá hér.
Žingeyrin fagra. Myndina tók Davķš Davķšsson
Žingeyrin fagra. Myndina tók Davķš Davķšsson
Á vefsíðu The Wall Street Journal má finna grein eftir Pulitzer verðlaunahafinn Charles Forelle sem ber yfirskriftina As Banking 'Fairy Tale' Ends, Iceland Looks Back to the Sea. Í greininni ræðir hann við dýrfirsku feðgana Davíð Kristjánsson og Kristján Davíðsson um yfirtöku ríkisins á þremur stærstu bönkum landsins og þörf íslensku þjóðarinnar til að snúa sér að náttúruauðlindunum. Kristján Davíðsson hóf störf hjá Glitni árið 2001, eftir 20 ár í sjávarútvegi. Eftir yfirtöku ríkisins á Glitni í síðustu viku var hann boðaður á neyðarfund ásamt öðru starfsfólki og var í grundvallaratriðum sagt að leita sér að annarri vinnu. Nú segir hann að allt útlit sé fyrir að hann snúi sér að sjávarútvegi aftur. Sú staðreynd gæti átt við þjóðina alla....
Meira
Eldri fęrslur
« September »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30